fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Opnar sig um kynlíf eftir sextugt

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 09:29

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan og raunveruleikastjarnan Lisa Rinna ræddi hreinskilið og hispurslaust um hvernig kynlíf er eftir sextugt í samtali við Cosmopolitan.

Sjá einnig: 60 ára og fagnaði nýju ári með svakalegri nektarmynd

Lisa Rinna hefur verið með eiginmanni sínum, Harry Hamlin, í þrjá áratugi. Hún opnaði sig um hvernig kynlíf þeirra hjóna hefur breyst með tímanum í viðtalinu.

„Ég held að löngun breytist hjá karlmönnum. Það er bara eðlileg þróun lífsins. Þannig það þarf að læra að lifa með því án þess að taka því persónulega sem kona. Ég held að þetta snúist meira um félagsskap og að búa til rými fyrir hæðir og lægðir kynhvatar.“

Hún tók það samt skýrt fram að hún og Hamlin laðist enn mjög mikið að hvort öðru.

„Kynlífið okkar er frábært og hefur alltaf verið það. Það gerist kannski bara ekki jafn oft og þegar við vorum á þrítugs- og fertugsaldri. Og það er eðlilegt að mínu mati.“

Aldur bara tala

Raunveruleikastjarnan sagði einnig að hjónin láta aldurinn ekki hægja á sér.

„Mér líður ekki eins og ég sé 60 ára og Harry líður ekki eins og hann sé 72 ára. Þetta er bara tala og þegar ákveðin tala kemur upp hugsar maður: „Ó, fokk!“ Og það er eitthvað sem ég mun alltaf berjast gegn. Ég hef hugsað mikið um þetta, því ég varð sextug í júlí, og það er alltaf talað um að eldast með reisn. En ég hugsaði: „Fjandinn hafi það, ég ætla að gera öfugt við það,“ sagði hún.

Þess vegna ákvað hún að sitja fyrir nær nakin fyrir forsíðu Cosmopolitan. Hún sagðist líta á þetta sem tækifæri til að sýna konum, sérstaklega dætrum sínum, fyrirsætunum Delilah Hamlin, 25 ára, og Ameliu Hamlin, 22 ára, að það sé hægt að vera kynþokkafull á öllum aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“