Fyrir nokkra farþega var það raunin þegar einn farþeginn tók upp hleðslusnúru fyrir símann sinn, stakk henni í samband og hafði hana tengda allt flugið. Þetta var engin venjuleg snúra, heldur með ljósum sem voru sífellt að breyta um lit.
„Hver gerir þetta?!“ sagði einn netverji og birti mynd af snúru farþegans á Reddit.
Fjöldi netverja tóku undir og sögðu þetta vera eitt það mest pirrandi sem væri hægt að gera í flugi.
Sumir sögðust ekkert skilja af hverju flugfreyjurnar sögðu ekkert.
Aðrir bentu á að tækið gæti hreinlega verið hættulegt og kallað fram flog hjá flogaveikum einstaklingum.