fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Truflaði aðra farþega í næturflugi – Er hægt að vera með meira pirrandi tæki í flugi?

Fókus
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 13:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næturflug geta verið erfið, löng og leiðinleg. Það er stundum ómögulegt að koma sér almennilega fyrir og stundum er ekki einu sinni nóg að finna þægilega stellingu.

Fyrir nokkra farþega var það raunin þegar einn farþeginn tók upp hleðslusnúru fyrir símann sinn, stakk henni í samband og hafði hana tengda allt flugið. Þetta var engin venjuleg snúra, heldur með ljósum sem voru sífellt að breyta um lit.

Skjáskot/Reddit

„Hver gerir þetta?!“ sagði einn netverji og birti mynd af snúru farþegans á Reddit.

Fjöldi netverja tóku undir og sögðu þetta vera eitt það mest pirrandi sem væri hægt að gera í flugi.

Skjáskot/Reddit

Sumir sögðust ekkert skilja af hverju flugfreyjurnar sögðu ekkert.

Aðrir bentu á að tækið gæti hreinlega verið hættulegt og kallað fram flog hjá flogaveikum einstaklingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram