fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Selena Gomez afhjúpar hvað hún sagði í alvörunni í heimsfræga samtalinu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 09:07

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Selena Gomez greinir frá því hvað hafi raunverulega farið fram í samtali hennar og söngkonunnar Taylor Swift á Golden Globes-verðlaunahátíðinni síðastliðið sunnudagskvöld.

Myndband af þeim ræða saman, ásamt leikkonunni Keleigh Sperry, hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.

Samkvæmt kenningum netverja voru þær að ræða um Timothée Chalamet og staðfesti varalesarinn Jeremy Freeman það í samtali við Page Six.

Sjá einnig: Varalesari afhjúpar hvað var sagt í samtalinu sem vakti heimsathygli

Hann sagði að Gomez hafi sagt við dömurnar: „Hann vildi ekki mynd með mér. Hann sagði nei.“

Sperry sagði þá: „Timothée?!“ Og Gomez kinkaði kolli.

En það er ekki það sem gerðist að sögn Gomez.

„Ég var að segja Taylor frá tveimur vinum mínum sem sváfu saman. Ekki að það komi einhverjum við,“ skrifaði hún við Instagram-færslu E! News um málið.

Þar höfum við það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?