Myndband af þeim ræða saman, ásamt leikkonunni Keleigh Sperry, hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.
.@taylorswift13 chats with @selenagomez during a break at the 2024 #GoldenGlobes pic.twitter.com/DN8gx95EUn
— The Hollywood Reporter (@THR) January 8, 2024
Samkvæmt kenningum netverja voru þær að ræða um Timothée Chalamet og staðfesti varalesarinn Jeremy Freeman það í samtali við Page Six.
Sjá einnig: Varalesari afhjúpar hvað var sagt í samtalinu sem vakti heimsathygli
Hann sagði að Gomez hafi sagt við dömurnar: „Hann vildi ekki mynd með mér. Hann sagði nei.“
Sperry sagði þá: „Timothée?!“ Og Gomez kinkaði kolli.
En það er ekki það sem gerðist að sögn Gomez.
„Ég var að segja Taylor frá tveimur vinum mínum sem sváfu saman. Ekki að það komi einhverjum við,“ skrifaði hún við Instagram-færslu E! News um málið.
Þar höfum við það.