Í upphafi nýs árs setja fjölmargir sér áramótaheit og sumir setja sér fjölmörg slík, jafnvel til að renna á rassinn með þau öll áður en janúar er búinn. Hver kannast ekki við slíkt?
Dena Domenicali-Rochelle, sálfræðingur og klínískur félagsráðgjafi er oft með ýmis ráð á TikTok síðu sinni @denathetherapis og í fyrsta myndbandi ársins 2024 fordæmir hún áramótaheit og ráðleggur fólki eindregið frá að setja sér slík og bendir á hvað fólk getur gert í staðinn. Segir hún að með því að setja sér áramótaheit séu einstaklingar að elta „óraunhæfa fantasíu um fullkomnun.“
„Gleðilegt nýtt ár, fyrsti dagur ársins og ég ætla að tala um áramótaheit. Mér líkar þau alls ekki, og ég held að þú ættir ekki að setja þér nein slík af þessari ástæðu,“ segir Domenicali-Rochelle. „Áramótaheitin byggja á aðlaðandi en óraunhæfri fantasíu um fullkomnun. Líkt og að í þetta skiptið nái ég að gera þetta fullkomlega, verði algjörlega staðfastur og geri engin mistök, en þetta er ímyndun. Sá dagur mun renna upp og það fyrr en varir, að þér finnst þú ekki staðfestur og þér ekki vera að takast það sem þú ætlaðir þér og þegar þessi dagur rennur upp mun þér líða eins og þér hafi mistekist. Og af því að þér mistókst það sem þú settir þér, þá mun þér verða nákvæmlega sama og áætlanir þínar verða að engu.“
@denathetherapist I don’t like New Year’s resolutions, and I don’t think you should make them. Instead of setting yourself up for unrealistic perfection, take one day at a time. Happy New Year. #tiktoktherapist #therapistsadvice #therapistsoftiktok❤️ #newyears #newyearsresolutions ♬ original sound – Dena Domenicali-Rochelle
En sem betur fer gefur Domenicali-Rochelle líka ráð um hvað við getum gert í staðinn fyrir að strengja áramótaheit.
„Gerðu þetta í stað þess að strengja áramótaheit. Vaknaðu á hverjum morgni og spurðu sjálfan þig hvað þú getur gert í dag sem mun hjálpa þér að fá því sem þú vilt til lengri tíma litið. Hafðu þetta raunhæfar væntingar og gerðu það sem þú ákveður. Svona gerir þú þetta einn dag í einu. Gleymdu langtíma áramótaheitunum, þau munu ekki hjálpa þér.“
Þannig að ef þú ert einn af þeim sem klikkar alltaf strax á áramótaheitunum þá gæti málið verið að prófa aðra nálgun.