Gísli er einn af okkar allra bestu handboltamönnum og var hann verðlaunaður fyrir frábæran árangur með Magdeburg á liðnu ári þar sem hann var valinn besti leikmaður þýsku deildarinnar og varð Evrópumeistari með félaginu. Gísli lék þar að auki stórt hlutverk í íslenska landsliðinu á HM í janúar.
Faðir Gísla er eins og margir vita Kristján Arason sem sjálfur var frábær handboltamaður og margreyndur landsliðsmaður. Þorgerður Katrín spilaði líka handbolta með ÍR og síðar FH og varð hún til dæmis bikarmeistari með ÍR árið 1983 eftir sigursæl ár í yngri flokkunum.
Þorgerður er stolt af syni sínum og má vera það.
„Þetta er dálítið mikið dásamlegt! Er ótrúlega stolt og glöð mamma. Til hamingju, elsku hjartans Gísli minn,“ sagði Þorgerður Katrín á Facebook í gærkvöldi.