fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Láta 42 ára aldursmun ekki stöðva sig – Hún er 18 en hann er 60 ára

Fókus
Föstudaginn 5. janúar 2024 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin átján ára Keisha Louise segir að þeir sem gagnrýna samband hennar og kærasta hennar, Dimitrios, séu einfaldlega afbrýðisamir vegna þess hversu ástfangin og heppin þau eru.

Keisha er breskur áhrifavaldur sem vakið hefur athygli á TikTok þar sem hún er með hátt í 30 þúsund fylgjendur.

Þar deilir hún líkamsræktarmyndböndum með fylgjendum sínum og deilir kærasti hennar sama áhugamáli og hún. Sú staðreynd að 42 ára aldursmunur er á parinu hefur þó vakið athygli.

Dimitrios er 60 ára en þau byrjuðu saman vorið 2022 eftir að hafa kynnst í ræktinni. Hafa þau verið saman í um eitt og hálft ár og sjaldan verið hamingjusamari en einmitt nú.

Keisha deilir reglulega myndböndum af sér og kærastanum saman í ræktinni og er óhætt að segja að fjölmargir hafi sterka skoðun á sambandi þeirra, ef marka má athugasemdir við myndböndin.

Hefur Keisha verið sökuð um að vera „gullgrafari“ og hún sé aðeins með Dimitrios vegna þess að hann á peninga. Aðrir segja það siðferðislega rangt að vera í sambandi þar sem aldursmunurinn er svona mikill. Enn aðrir hafa kallað eftir því að Dimitrios eigi heima í fangelsi.

Parið hefur svarað gagnrýnisröddum fullum hálsi og sagt að einhvers konar afbrýðisemi liggi að baki.

„Það sem við erum að gera er ekki ólöglegt. Ef það væri það væri lögregla löngu komin í málið.“

Þó að sumir gagnrýni parið hafa margir hvatt þau áfram.

„Það eru 19 ár á milli mín og míns maka og við erum búin að vera saman í 11 ár. Þetta hafa verið bestu 11 ár ævi minnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 9 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?