fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Flosi hringdi í vin sinn sem var orðinn frægur á Íslandi – „Það var eins og að tala við andsetinn mann“

Fókus
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 10:15

Flosi Þorgeirsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flosi Þorgeirsson, tónlistarmaður og hlaðvarpsstjórnandi, segir áramótaskaupið hafa verið „undarlegt með afbrigðum“ og að elítismi hafi verið áberandi.

„Við höfum vanist því undanfarin ár að fá skaup sem eru afar beitt í gagnrýni sinni. Láta ekki síst stjórnmálamenn fá það óþvegið. Þetta var eitthvað allt annað. Hér var tiplað varlega í kringum allt slíkt og reynt að stuða enga. Maður hélt þó að það ætlaði í sama farveg því hvalasöngurinn var góður og beittur,“ skrifar hann í pistli á Facebook.

„Elítisminn var alveg áberandi. Það vill oft einkenna suma listamenn að fá einhverjar stjörnur og glýjur í augun er þeir verða ögn þekktari. Stjórnmálamenn sjá sér hag í því að umgangast þá og láta taka af sér myndir með þeim. Ég þekki nokkra sem hafa fallið í þennan pytt. Um leið og þetta gerist þá dofna tengsl listamannanna við almúgann, oftar en ekki fólkið sem kom þeim á þann stað sem þau eru á.“

Flosi rifjar upp atvik sem er honum sérstaklega minnisstætt, hann bjó þá erlendis en var staddur á Íslandi.

„Hringdi ég þá í gamlan félaga sem hafði í millitíðinni orðið frægur á Íslandi. Það var eins og að tala við andsetinn mann. Ég stakk upp á hittungi og kaffibolla en fékk köld andsvör við öllu. Seinna nefndi ég þetta við annan félaga okkar og var tjáð að ég gæti gleymt þessu. Gamli vinurinn væri að spila skvass með fjármálaráðherrann. Hann hefði engan tíma fyrir forna félaga sem ekki tilheyrðu elítunni. Svona lagað er nokkuð einkennandi fyrir Ísland,“ segir Flosi.

„Aftur var verið að draga fram eitthvað gamalt“

„Þetta skaup virkaði eins og það hefði verið samið af fólki eins og mínum gamla vini. Maður sá jafnvel á hvaða aldri höfundar voru. Þarna var dregið fram fólk eins og Vala Matt og Geir Haarde sem líklega enginn undir þrítugu hefur nokkra hugmynd um hver eru. Fóstbræðrasketsið tókst vel en sá gamanþáttur var vinsæll um aldamótin. Aftur var verið að draga fram eitthvað gamalt. Meira að segja Hemmi Gunn var vakinn upp með hjálp gervigreindartækni. Hversu mörg fædd á 21. öldinni vita hver hann var?

Persónulega vill ég frekar kímnilistamenn sem eru beinskeyttir. Fyndnir en nota húmorinn til að skera í mein, ráðast á siðblindu og hroka. Þetta skaup bauð ekki upp á neitt slíkt. En það er nákvæmlega hvað þetta litla samfélag þarf.“

Færsluna má lesa hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum