fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fókus

Meðhöndlaði sænskar stórstjörnur og lagahöfundinn á bak við smelli Britney Spears og Taylor Swift

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 24. september 2023 19:22

Gummi Kíró meðhöndlaði nokkrar af stærstu stjörnum Svíþjóðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður en Guðmundur Birkir Pálmason var þekktur sem „stjörnukírópraktorinn Gummi Kíró“ hér á landi var hann kírópraktor stjarnanna í Svíþjóð.

Hann meðhöndlaði nokkrar af stærstu stjörnum landsins. Sá tími fór í reynslubankann og nýttist honum vel þegar hann opnaði stofu á Íslandi.

video
play-sharp-fill

Hann segir frá þessu í nýjasta þætti af Fókus. Þáttinn í heild sinni má horfa á hér.

„Það sem ekki neinn veit er að þegar ég var í Stokkhólmi var ég með stofu þar í þrjú ár. Þegar ég var að byrja að vinna þá var ég líka einkaþjálfari og var orðinn vinsæll kírópraktor og einkaþjálfari, og var fenginn til að sjá um mikið af frægu fólki. Ég var farinn að hitta og meðhöndla með frægasta fólki Svíþjóðar,“ segir hann.

Meðal stjarnanna sem lögðust á bekk Gumma voru söngkonurnar Carola Häggkvist og Charlotte Perelli. Þær eru með ástsælustu söngkonum Svíþjóðar og hafa báðar unnið Eurovision, Carola árið 1991 og Charlotte árið 1999.

Sjá einnig: Ólst upp á Hornafirði en líður best í stórborg

Einn fremsti lagahöfundur í heimi var einnig í meðhöndlun hjá Gumma. Max Martin samdi risasmelli á borð við Baby One More Time (Britney Spears), Roar (Katy Perry), Blank Space (Taylor Swift), So What (Pink) og Can‘t Feel My Face (The Weeknd). Hann er í þriðja sæti, á eftir Paul McCartney og John Lennon, til að ná sem flestum lögum á Billboard Hot 100 listann.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrauna yfir All´s Fair – Sögð vera versta sjónvarpsþáttaröðin

Hrauna yfir All´s Fair – Sögð vera versta sjónvarpsþáttaröðin
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það
Hide picture