fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Blekkti fólk í gervi móður sinnar – Myndbandið sem milljónir hafa horft á

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 23. september 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andi Mrs. Doubtfire svífur yfir vötnum í uppátæki hins 21 árs gamla Jiovanni Herrera. Hann ákvað að klæða sig upp sem móðir sín, Monique Meza, 41 árs, og kom síðan víða við til að kanna hvort fólk myndi ruglast á mæðginunum og telja móðurina mætta á svæðið þegar hann notaði skilríki hennar.

Myndbandið af Herrera sló í gegn á TikTok eftir að móðir hans birti það þar og hefur myndbandið fengið yfir 30 milljón áhorf.

Herrera setti upp hárkollu og klæddi sig í gallabuxur og peysu af móður sinni auk þess að setja á sig fylgihluti. Til að gera búninginn raunverulegri lét Herrera einnig líta út sem hann væri með brjóst.

„Sonur minn vildi sjá hvort hann gæti litið út fyrir að vera ég. Svarið er já, hann getur það.“

Herrera tókst að blekkja verslunarmann með gervinu. Meza endurbirti upprunalega myndbandið, sem hefur fengið um 2,7 milljónir áhorfa frá birtingu, og bætti við lagi Rebu McEntire I’m a Survivor að beiðni fylgjenda sinna.

@moniquemeza13_ Yall asked for it 🤣🤣🤣 #boymom #reba #momlife ♬ I’m A Survivor – Reba McEntire

Í öðru myndbandi sem birt var tveimur dögum seinna virtust mæðginin ná að blekkja þjón
á veitingastað með því að þau væru sami einstaklingurinn. „Þið lítið eins út! ég er í áfalli,“ segir þjónninn í myndbandinu sem yfir 30 milljón áhorf eru á.

@moniquemeza13_ Replying to @Sarah R A huge shoutout and thank you for the most delicious juicy steaks, yummy apps and sides and bomb drinks to @2brotherssteakhouse if you are in the central area of Florida check this amazing family owed spot. #florida #boymom #momlife #funny #twins #smallbusiness ♬ original sound – Monique Meza

Meza segir að sonurinn líkist henni meira og meira eftir því sem hann eldist. Hún er núna spennt fyrir að gera fleiri myndbönd með syninum.

„Ég hef gert þetta í átta ár og hann hefur aldrei viljað gera myndbönd með mér, en nú er hann algjörlega með á nótunum og biður um að búa til fleiri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni