fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fókus

Forseti Bandaríkjanna skilur eitt barnabarna sinna eftir útundan

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 16:00

Joe Biden. Mynd: Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir fjölmiðlar hafa undanfarnar vikur sagt frá fjögurra ára gamalli stúlku sem hefur verið útilokuð af föðurfjölskyldu sinni. Faðir hennar og móðir náðu nýlega samkomulagi um meðlagsgreiðslur. Þetta væri kannski ekki í frásögur færandi nema hvað að faðirinn er Hunter Biden, sonur Joe Biden forseta Bandaríkjanna.

Í frétt New York Post frá því á laugardag, sem vitnar m.a. í fréttir New York Times af málinu, segir að starfsmönnum Hvíta hússins hafi verið sagt af fjölskyldunni að forsetinn ætti sex barnabörn en raunin er að hann á sjö barnabörn. Forsetinn og fjölskylda hans hafa því útilokað stúlkuna algjörlega úr hópi barnabarnanna.

Forsetinn og fjölskylda hans hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir þetta athæfi. Biden hefur flaggað því mjög hversu náinn hann sé fjölskyldu sinni og í ljósi þess hefur útilokun stúlkunnar verið kölluð svívirðileg.

Móðir stúlkunnar heitir Lunden Alexis Roberts og er fyrrverandi fatafella. Í síðasta mánuði náðu hún og Hunter Biden samkomulagi um að hann skyldi greiða meðlag með barninu.

Megnið af fjárhagsupplýsingum voru máð úr dómsskjölum sem gerð voru opinber vegna samkomulagsins en þó mátti lesa í þeim að Hunter muni gefa stúlkunni málverk.

Eins og kunnugt er hefur Hunter Biden margoft ratað í fréttir af ýmsum vafasömum tilefnum en hann náði nýlega samkomulagi við saksóknara um að játa sig sekan um brot á vopna- og skattalögum. Hann hefur einnig lengi glímt við fíknivanda og komist í kastljós fjölmiðla og í kast við lögin vegna þess.

Sjá einnig: Sonur Bandaríkjaforseta játar sig sekan

Joe Biden hefur fullyrt opinberlega að hann eigi aðeins sex barnabörn. Lunden Roberts segir í dómsskjölunum að Hunter hafi aldrei hitt dóttur þeirra og að faðir hans, forsetinn, og stjúpmóðir, forsetafrúin Jill Biden, hafi ekki sýnt því mikinn áhuga að hafa samskipti við barnið.

Hunter Biden hafði áður sagst aldrei hafa hitt Roberts en skilaboð sem fundust í tölvu sem hann hafði skilið eftir á glámbekk sönnuðu að hún var á launaskrá hjá ráðgjafafyrirtæki hans á meðan hún gekk með barnið. Faðernispróf staðfesti einnig að Hunter er sannarlega faðir stúlkunnar.

New York Post segir að samkvæmt samkomulaginu muni Hunter greiða 5.000 dollara (tæpar 686.000 íslenskar krónur) á mánuði í meðlag en segir að eldra samkomulag hafi kveðið á um 20.000 dollara ( rúmlega 2,7 milljónir íslenskra króna) á mánuði.

Þótt stúlkan sé hunsuð af fjölskyldu föður síns nýtur hún að sögn ástar og umhyggju af hálfu móðurforeldra sinna og móðurættarinnar allrar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi