fbpx
Laugardagur 03.júní 2023
Fókus

Dánarorsök Tinu Turner opinberuð

Fókus
Fimmtudaginn 25. maí 2023 18:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og goðsögnin Tina Turner lést í gær á heimili sínu í Sviss, 83 ára að aldri. Talsmaður hennar greindi frá andlátinu og sagði að Tina hefði lengi barist við erfið veikindi. Nú hafa talsmenn söngkonunnar staðfest við DailMail að söngkonan hafi látist af náttúrulegum orsökum en hún hafi um árabil barist við krabbamein í meltingarvegi og við háan blóðþrýsting í um fjóra áratugi.

Eftir að fréttir af andláti gyðjunnar bárust fóru margir að rifja upp sjálfsævisögu söngkonunnar en þar greindi hún frá því að árið 2016 hafi hún glímt við svo alvarlegan heilsubrest að hún hafi íhugað að leita sér dánaraðstoðar og jafnvel skráð sig á lista hjá slíkri stofnun og hóf að undirbúa sig andlega fyrir endalokin. Þá gaf eiginmaður hennar, Erwin Bach, henni dýrmæta gjöf – annað nýrað sitt, en nýru Tinu höfðu beðið mikinn skaða af háþrýstingnum.

Talið er að seinasta viðtalið sem hún hafi veitt fjölmiðlum hafi verið í apríl á þessu ári þegar hún ræddi við The Guardian, meðal annars um það hvernig hún vonaði að heimurinn myndi minnast hennar eftir að hún félli frá. Hvernig viltu að þín verði minnst – var spurningin.

„Sem drottningar rokk og róls. Sem konu sem sýndi öðrum konum að það er í lagi að berjast fyrir velgengni á þeirra eigin forsendum.“

Í sama viðtali sagði hún að ekkert við það að eldast hræði hana. Lífið sé fullt af ævintýrum og hún taki á móti degi hverjum með opnum örmum.

Tina giftist eiginmanni sínum, Erwin, fyrir tíu árum síðan en þau höfðu verið par í þrjá áratugi.

Saga Tinu er saga konu sem ólst upp við mótlæti í litlum smábæ en náði að að klifra upp í hæstu hæðir metorðastigans. Hún var kona sem hafði hugrekkið til að segja skilið við ofbeldismanninn sem kom henni á kortið, hafði hugrekkið til að deila sárri reynslu sinni með heiminum og tókst svo að verða enn skærari stjarna eftir að hún öðlaðist frelsið og sjálfstæðið á ný. Á sínum tíma þegar Tina opnaði sig um ofbeldið var það fáheyrt að konur gerðu slíkt með jafn opinberum hætti, enda umræðan ekki eins opin og hún er í dag. Hún sagði sögu sína á því að heimurinn leit á hana og eiginmann hennar, Ike Turner, sem stórkostlegt teymi hæfileikaríkra hjóna, þegar það gæti ekki verið fjarri sannleikanum.

Í gær og í dag hafa aðdáendur söngkonunnar lagt leið sína að heimili hennar í Sviss til að votta henni virðingu sína, en þar hafði Tina haldið heimili í tæpa þrjá áratugi. Hafa blóm og kort verið skilin eftir fyrir utan húsið og fjöldi gesta hefur staðið þar með logandi kertaljós til að kveðja átrúnaðargyðjuna sína.

Hún skilur eftir sig stórt skarð og hennar verður minnst um ókomna tíð sem drottningar rokksins – rétt eins og hún hafði sjálf vonað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ásdís Rán er gestur í fyrsta þætti af Fókus: „Þetta er líka spurning um arfleifðina sem þú skilur eftir þig“

Ásdís Rán er gestur í fyrsta þætti af Fókus: „Þetta er líka spurning um arfleifðina sem þú skilur eftir þig“
Fókus
Í gær

Íslandsvinkonan Mel B rokkar bikíni/nærfata-mæðgnamyndatöku

Íslandsvinkonan Mel B rokkar bikíni/nærfata-mæðgnamyndatöku
Fókus
Í gær

Segja mál málanna skítugt og að leðja slettist á alla – „Hvað heldur þú að hann hafi tapað miklum pening á þessu rugli?“

Segja mál málanna skítugt og að leðja slettist á alla – „Hvað heldur þú að hann hafi tapað miklum pening á þessu rugli?“
Fókus
Í gær

Vaknaðu! Safnar 38 milljónum króna fyrir Rauða krossinn – MYNDIR

Vaknaðu! Safnar 38 milljónum króna fyrir Rauða krossinn – MYNDIR
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afrekskonurnar Lukka Mörk og Ronja í nýrri auglýsingu Vinnupalla

Afrekskonurnar Lukka Mörk og Ronja í nýrri auglýsingu Vinnupalla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elizabeth Holmes brosti og hló þegar hún mætti til að hefja 11 ára fangelsisvist

Elizabeth Holmes brosti og hló þegar hún mætti til að hefja 11 ára fangelsisvist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Draumalífið hvarf á svipstundu – Missti tekjur, kærustuna og geðheilsuna

Draumalífið hvarf á svipstundu – Missti tekjur, kærustuna og geðheilsuna