fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Draumur Bjarka orðinn að veruleika – Komst loksins á Eurovision eftir að hafa verið svikinn um miða í fyrra

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 11. maí 2023 18:00

Bjarki og Sigurður eru að njóta sín vel í Liverpool. Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarki Guðnason og Sigurður Sólmundarson eru á meðal fjölmargra Íslendinga sem eru nú staddir í borginni Liverpool í Bretlandi gagngert til að fylgjast með Eurovision keppninni.

Margir fara á Eurovision árlega, eins og fjölmargir meðlimir FÁSES (Félag áhugafólks um Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva), aðrir eru að mæta í fyrsta sinn.

Og það á við um Bjarka, sem nær nú að láta yfir 20 ára gamlan draum sinn rætast, að fara á Eurovision. Í fyrra fóru tvímenningarnir til Tórínó á Ítalíu, en voru sviknir um miða á keppnina degi áður en hún átti að fara fram.

„Það kom ekkert annað til greina en að fara aftur eftir fíaskóið í fyrra, svo erum við svo heppnir að hafa hauk í horni hjá RÚV, Rúnar Frey, sem lofaði okkur miðum á aðalkeppnina. Hann hefur nú gert gott betur en það því hann bauð okkur á fyrri undankeppnina og það var geggjuð upplifun,“ segir Sigurður í samtali við DV.

Sigurður og Bjarki á fyrra undanúrslitakvöldinu

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Sigurður Sólmundarson (@siggisol1)

Bjarki er 26 ára gamall og er með einhverfu og þroskahömlun, Sigurður er stuðningsforeldri hans til síðustu fjögurra ára. Í fyrra fóru þeir til Ítalíu, en Bjarka hefur dreymt um að sjá keppnina frá því hann var fimm ára. Móðir Bjarka keypti tvo miða í gegnum vefsíðuna Viagogo og áttu þeir að berast á hótelið þeirra degi fyrir keppnina, í staðinn kom tölvupóstur þar sem kom fram að þeir fengju ekki miðana vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Miðarnir sem kostuðu um 350.000 kr. fengust endurgreiddir, en félagarnir voru að vonum mjög vonsviknir að komast ekki á keppnina fyrir ári.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Sigurður Sólmundarson (@siggisol1)

Ekki ánægður með heimilisleysi í Bítlaborginni

En staðan er önnur í ár og draumurinn að rætast. Félagarnir eru búnir að fara á fyrra undanúrslitakvöldið og framundan er seinna undanúrslitakvöldið og síðan úrslitakvöldið á laugardag. Bjarki og Sigurður ætla að horfa á keppnina í kvöld á einhverjum barnum eða fara í Eurovision Village að sögn Sigurðar.

Aðspurður um hvernig þeim líst á Bítlaborgina segir Sigurður:

„Ég hef komið margoft til Liverpool en Bjarki er að koma í fyrsta sinn og hann er mjög ánægður með hvað fólk er vingjarnlegt og gott hér í borginni, en hann er ekki eins ánægður með hvað margir eru heimilislausir hér, og sérstaklega ekki fólk með hunda.

Borgin er undirlögð af Eurovision og mikil stemning. Bjarki var nú bara með tvær óskir um hvað skyldi gera hér, það var að kaupa leðurjakka og fara í Goth búð og því er hvoru tveggja lokið. Í dag ætlum við að drekka í okkur stemninguna í Eurovision Village og peppa okkur upp fyrir keppnina í kvöld.“

Sammála um að Ísland fari áfram 

Þeir eru báðir sammála um að Ísland fari áfram í kvöld, en ekki um hver muni vinna keppnina í ár. „Bjarki spáir að Finnland vinni og ég Svíþjóð.“

Fylgjast má með Eurovisiondraumi Bjarka á Facebook-síðu og Instagram-síðu Sigurðar.

Félagarnir hittu Daða Frey í Liverpool
Mynd: Aðsend
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu