fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

„Ekki hlusta á svona kjaftæði. Haltu bara áfram með eðlilegt líf“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. apríl 2023 15:00

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, fjallar í sinni nýjustu færslu á Facebook um samviskubitið sem læðst getur að okkur eftir páskafríið eftir að hafa gert vel við okkur í mat, drykk og páskaeggi/eggjum.

Gefum Röggu orðið:

„Ef eitthvað fær æðina í enninu til að tútna út og nasavængina til að þenjast í pirring er það samviskubitsvæðing miðlanna um að sötra sítrónuvatn með sjávarsalti úr Dauðahafinu alla næstu viku til að koma út á núlli eftir lakkríseggið frá Góu.
Túrmerikdrykkir, grænir sjeikar, dítox og kolvetnasvelti.
Eplaedik og fasta til hádegis.
Ekkert hveiti, sykur, ger, mjólkurvörur.
Útreikningar um hve lengi þarf að hamast á brettinu til að spæna upp kaloríunum í eggi númer fjögur.
Hversu mörg froskahopp jafngilda hundrað grömmum af NóaSiríus.
Sorg og sútur hlekkjaður við hlaupabretti í sjálfshatri og svekkelsi.

Nei, nú er Naglanum nóg boðið. Silkihanskarnir dregnir niður og bölsótinu hleypt á skeið.
Það veit hvert mannsbarn að það eru kaloríur í páskaeggi. Að nota hreyfingu sem refsingu og aðferð til að losna við innbyrtar hitaeiningar úr skottinu býr til neikvætt samband við líkamsrækt. Að fasta og drekka bara kaffi með smjöri eftir súkkulaðiorgíu býr til svart-hvíta nálgun við mataræði.
Það hefur mjög neikvæðar afleiðingar fyrir bæði líkama og sál.
Að hugsa um skaðastjórnunaraðgerðir á meðan gúmmulaði rennur niður vélindað býr til sektarkennd og sjálfsniðurrif.
Slíkar neikvæðar tilfinningar skapa neikvætt samband við mataræði og hreyfingu og ræktarsalurinn verður rými syndaaflausnar sem minnir þig á eigin veikleika.
Þessi darraðardans er oft undanfari átraskana og brenglaðrar líkamsímyndar.

Heilbrigður lífsstíll snýst um jafnvægi.
Páskar eru einu sinni á ári.
Jól eru einu sinni á ári
Þú átt afmæli einu sinni á ári.
Það sem þú gerir 90% tímans er það sem skiptir máli og þá geturðu hleypt sykursnúðnum úr húsi ÁN SEKTARKENNDAR í
5-10% tilfella.
Ekki láta eitt egg á kantinum leiða þig í vítahring sjálfshaturs, samviskubits og kaloríutalningar á brettinu með reyrða sultaról.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“