fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fókus

Harvard hefur fundið svarið sem við öll leitum að – Hvernig förum við að vera áhugaverð og laða að okkur fólk?

Fókus
Föstudaginn 3. febrúar 2023 22:05

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innst inni þurfum við öll á viðurkenningu að halda. Að við séum áhugaverð og eftirsóknarverð í samskiptum. Plús að það gerir lífið svo miklu þægilegra í alla staði. 

En hver er lykillinn að því? Af hverju laðast fólk að nærveru sumra en flýja aðra eins og heitan eldinn?

Harvard háskólinn í Bandaríkjunum gerði ítarlega rannsókn um hvað gerir fólk viðkunnanlegt að mati annarra.

Og það var ýmislegt áhugavert að finna í niðurstöðunum.

Lykilinn er spurningar

Í ljós kom að leyndardómurinn að baki því að ná góðum tengslum við fólk hefur ekkert með að gera að vera kurteis, hjálpsamur eða hafa góða kímnigáfu.

Það snýst um að spyrja spurninga.

Annað sem er sammannlegt, er löngun til að aðrir hafi áhuga á okkur.

Mynd/Getty

Rannsóknarteymið kannaði viðbrögð við þúsundum spurninga í samtölum sem áttu sér stað við hinar ýmsu aðstæður. Öll áttu samtölin það sameiginlegt að einstaklingarnir höfðu aldrei talað saman áður og voru allir í í leit að rómantík.

Sum fóru fram í netspjalli, önnur á hraðstefnumótum.

Teymið skráði niður orðrétt þúsundir samtala einstaklinga sem voru að eiga sín fyrstu samskipti.

Sumir voru beðnir um að spyrja að minnsta kosti 9 spurninga á fyrstu 15 mínútum samtalsins og aðrir áttu að spyrja í mesta lagi 4 spurninga á sama tíma.

Algeng mistök að ræða sjálfan sig

Í ljós kom að í netspjalli líkaði viðmælendum betur við þá sem spurðu fleiri spurninga og sama var að segja um hraðstefnumótin. Fólk var mun viljugra að hitta aftur þá sem spurðu fleiri spurninga.

Sem segir okkur að flest viljum við að aðrir sýni okkur áhuga.

Í skýrslunni segir að margir hafi fallið í þá algengu gryfju að tala mikið um sjálfa sig til að ganga í augun á viðmælandanum. Það séu aftur á móti mistök.

Það sé mun vænlegra til árangurs að spyrja viðmælandann um þeirra áhugamál, starf, fjölskyldu og tilfinningar.

Mynd/Getty

En það bera að gæta sín.

Niðurstöðurnar sýndu einnig að röð spurninga hefur áhrif á hvernig þú kemur fyrir.

Best er að byrja á einföldum og fremur ómerkilegum spurningum, til að mynda hvort viðkomandi eigi gæludýr eða hver séu helstu áhugamálin. Með því nái að myndast traust sem leiði til þess að unnt sé að spyrja dýpri og þýðingarmeiri spurninga.

Það er til dæmis ótækt með öllu að kynna sig, spyrja hinn aðilann að nafni og fylgja því eftir með spurningum um hvað viðkomandi óttist mest í lífinu.

Það er svo að segja öruggt að viðmælandi lætur sig hverfa hið snarasta.

Góð ráð

Í niðurstöðum rannsóknarinnar er þó tekið fram að það sé ekkert að því að spyrja um hvað fólk óttist mest en það þurfi að hafa myndast ákveðið traust áður. Og slíkt traust fáist með að byrja á einfaldari spurningum og feta sig varlega í þær erfiðari.

Gott sé að finna spurningar sem aftur kalli á aðra spurningar. VIð hvað starfar þú? Hvers vegna valdið þú þetta starf? Hafðir þú áhuga á þessu viðfangsefni sem barn?

Í niðurstöðum skýrslunnar er að finna góð ráð.

  • Ekki hljóma eins og þú sért að yfirheyra viðkomandi.
  • Gættu að tóntegundinni.
  • Horfðu í augu viðkomandi á meðan þú spyrð, það vekur upp traust.
  • Reyndu að fækka setningum sem byrja á ég eða mér finnst.
  • Ef þú minnist á sjálfa/n þig, spyrðu í það minnsta þriggja spurninga um hinn aðilann áður en þú talar aftur um sjálfan þig.

Ef að þessum leiðbeiningum er fylgt fullyrða sérfræðingar Harvard að rómantíkin eigi eftir að blómstra.

Varla fara þeir að ljúga?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhrifapar í viðskiptalífinu selur einstakt einbýlishús í jaðri byggðar í Garðabæ á 350 milljónir

Áhrifapar í viðskiptalífinu selur einstakt einbýlishús í jaðri byggðar í Garðabæ á 350 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins