fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fókus

Jói Fel svarar fyrir sig og skorar á gagnrýnendur að styðja við Grindvíkinga

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 16:54

Jói Fel.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingamaðurinn og málarinn Jóhannes Felixson, þekktur sem Jói Fel, svarar fyrir sig og skorar á alla þá sem hafa haft eitthvað að segja um gjafagjörning hans að styðja við Grindvíkinga.

Fyrr í dag fjallaði DV um skiptar skoðanir netverja varðandi uppboð Jóa á málverki sem hann málaði af Grindavík. Hann sagði að helmingur söluverðsins myndi renna til Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.

Sumir hrósuðu málaranum á meðan aðrir gagnrýndu hann fyrir að gefa ekki alla upphæðina.

Umtalið fór ekki framhjá Jóa sem tjáði sig um málið á Facebook.

Hann sagðist hafa gaman af því að mála og stundum gera smá góðverk.

„En því miður virðist þetta eina prósent af fólki í landinu sem þarf að finna að öllu, sem ég geri eða geri ekki, skýla sér í kommentakerfinu. Fyrir mér var þetta aðallega hugsað að gleðja og styrkja. Ég hefði ekkert þurft að gera þetta frekar en aðrir málarar, en mig langaði að gera eitthvað og þetta get ég gert.

Fyrir um tveimur vikum síðan var ég með myndir á uppboði fyrir íþróttadeild Grindavíkur sem seldustu fyrir tæpa eina miljón og tók ég rúmlega 100 þúsund af því í kostnað hjá mér. Þetta er ekki eitthvað sem ég hef haft þörf fyrir að státa mér af, en þetta er mitt áhugamál og mér finnst gaman að gera einnig eitthvað gott með það.

Er ekki kominn tími núna fyrir okkur öll að standa saman fyrir Grindvíkinga og styðja þá í stað þessa að eyða tíma í að skjóta og drulla yfir aðra sem eru þó að reyna gera eitthvað.

Ég skora á alla aðila sem hafa skoðun á hversu mikið eða lítið ég hef gefið, að styðja við Grindvíkinga, við öll getum gert eitthvað, skrifað eitthvað fallegt eða sýnt að við berum umhyggju, gefið hluti eða styrkt og sleppt því að metast um hver gefur hvað. Það er jú tjáningarfrelsi í landinu en það virðist stundum gleymast að því fylgir einnig tjáningarábyrgð. Verum öll fyrirmyndir #égstyðgrindavík“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala