fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Fókus

Skiptar skoðanir vegna gjafagjörnings Jóa Fel til björgunarsveitar í Grindavík – „Gefðu allt eða ekkert!“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 10:58

Jóhannes Felixson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi veitingamaðurinn og málarinn Jóhannes Felixson, þekktur sem Jói Fel, sætir nú harðri gagnrýni og er sakaður um að reyna að græða á hörmungum annarra.

Í gær greindi Jói frá því að hann væri að selja málverk eftir sig af Grindavíkurbæ og myndi helmingur söluverðsins renna til Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Tók hann sérstaklega fram að myndin væri ekki föl fyrir minna en hundrað þúsund krónur.

Sjá einnig: Jói Fel málaði mynd af Grindavík – Hluti söluverðs rennur til Þorbjarnar

Óhætt er að fullyrða að netverjar hafi skipst í fylkingar vegna framtaksins.  „Takk fyrir það, fallega gert,“ sagði einn við Facebook-færslu fréttar DV um málið og „vel gert Jói,“ sagði annar.

En mun fleiri voru á því máli að fyrrum bakarinn væri að reyna að græða á hörmungum Grindvíkinga.

„Gefðu allt eða ekkert!“ sagði einn.

„Svo gjafmildur. Hluti söluverðs, það er ekkert annað,“ sagði annar með hláturstjákni og hafa yfir þrjátíu manns líkað við þá athugasemd.

Fleiri tóku í sama streng.

„Var að fara að segja þetta! Hluti… í alvöru? Hann á pening og getur alveg gefið allan hlutann.“

„Ég get nú ekki orða bundist. Mér finnst verulega hallærislegt að hann ætli að gefa hluta söluverðs. Annað hvort ertu höfðingi í þér eða ekki. Og þetta er á engan hátt höfðingjalegt.“

„Auðvitað ætlar hann sér að græða á hörmungum annarra!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skilur núna af hverju hann hafi verið svona spenntur þegar hún greindi frá starfi sínu

Skilur núna af hverju hann hafi verið svona spenntur þegar hún greindi frá starfi sínu
Fókus
Í gær

Að deila forræði það erfiðasta við skilnað – „Af því að ég var ekki að eignast börn til þess að þurfa að deila þeim“

Að deila forræði það erfiðasta við skilnað – „Af því að ég var ekki að eignast börn til þess að þurfa að deila þeim“
FókusFréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa eigendur Manchester City óeðlileg áhrif á dómgæslu ensku úrvalsdeildarinnar í krafti auðæfa sinna?

Hafa eigendur Manchester City óeðlileg áhrif á dómgæslu ensku úrvalsdeildarinnar í krafti auðæfa sinna?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsta eiginkonan ekki par sátt með Bubba – „Vandræðalegt“

Fyrsta eiginkonan ekki par sátt með Bubba – „Vandræðalegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þau eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans

Þau eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gyllti piparsveinninn valdi, skellti sér á skeljarnar í beinni og ætlar að gifta sig án tafa – „Ég er 72 ára, tíminn tifar hratt“ 

Gyllti piparsveinninn valdi, skellti sér á skeljarnar í beinni og ætlar að gifta sig án tafa – „Ég er 72 ára, tíminn tifar hratt“