Svo virðist vera sem stjörnur Hollywood megi ekki skilja við maka sinn eða einhleypar stjörnur sjást innan 2 metra reglunnar með annarri einhleypri stjörnu fyrr en almenningur og fjölmiðlar eru farnir að koma viðkomandi í samband, burtséð frá hvort vilji stjarnanna er til slíks.
PageSix staðfestir að leikararnir Reese Witherspoon og Kevin Costner eru ekki að deita! en sögusagnir þar um hafa flogið víða í vikunni. Talsmaður Witherspoon segir: „Þessi saga er tilbúningur og ekki sönn.“
Á miðvikudag fór af stað umræða um að ástin hefði kviknað hjá Witherspoon og Costner.
„Spurning dagsins: Kevin Costner er sagður vera að deita Reese Witherspoon. Ertu að elska þetta nýja par?“ spurði hlaðvarpsstjórnandinn Rob Shuter á X. Í athugasemdum mátti sjá að netverjar voru almennt ánægðir með sambandið, þrátt fyrir að sumir bentu á aldursmun þeirra. Witherspoon er 47 ára og Costner 68 ára, en síðan hvenær spyr ástin um aldur?
Bæði skildu á árinu, Witherspoon tilkynnti í mars að hún væri að skilja við Jim Toth eftir 12 ára hjónaband, þau eiga saman 11 ára dóttur. Hún á einnig 24 ára dóttur og tvítugan son frá fyrra hjónabandi með Ryan Philippe. Hatrammur skilnaður Costner var á allra vörum á árinu og fór ítrekað fyrir dómstóla, áður en hann og Christine Baumcartner gengu frá skilnaði nú í september. Þau voru gift í 19 ár og eiga þrjú börn. Costner á einnig fjögur uppkomin börn frá fyrra hjónabandi og sambandi.