Judd, 59 ára, missti móður sína, kántrístjörnuna Naomi Judd, í apríl í fyrra.
Naomi Judd stytti sér aldur, 76 ára að aldri, eftir að hafa glímt við andleg veikindi í mörg ár. Þær mæðgurnar mynduðu kántrídúettinn The Judds og gáfu saman út sex breiðskífur og voru með farsælustu kántrítónlistarmönnum í heimi.
Sjá einnig: Hrollvekjandi kveðjubréf Naomi Judd opinberað
Wynonna Judd virtist eitthvað óstöðug í gær þegar hún steig á svið ásamt söngvaranum Jelly Roll til að syngja lag hans, „Need a Favor“.
Aðdáendur deildu áhyggjum sínum á samfélagsmiðlum og sögðu margir að þessi „einkennilega“ frammistaða bendi til þess að ekki væri allt með felldu hjá söngkonunni.
„Hún hefur gengið í gegnum svo mikið. Einhver þarf að hjálpa henni,“ sagði einn aðdáandi.
„Eitthvað er að hjá henni. Ég vona að hún sé í lagi!“ sagði annar.
„Wynonna Judd heldur eins fast og hún getur í Jelly Roll,“ benti einn á.
„Þetta var stórfurðulegt. Hvað er í gangi? Hún hefur varla hreyft sig og rígheldur í hann,“ sagði áhorfandi.
Einn aðdáandi benti á að kannski hafi hún fengið svimakast (e. vertigo), en söngkonan þurfti að aflýsa gamlárstónleikum í fyrra vegna þess.
Horfðu á atriðið hér að neðan.
Fleiri aðdáendur tjáðu sig um málið á X, áður Twitter.
wynonna judd seems like she’s struggling up there 😢 #CMA #CMAAwards
— jack (@user38894901) November 9, 2023
Is #WynonnaJudd ill? The way she was moving during this performance looks like she can’t was struggling to keep her balance. #CMA #CountryMusicAwards #CMAS
— Leema (@mimi4sure) November 9, 2023
How many people running socials to try to figure out what the heck is going on w Wynonna Judd… @CountryMusic #cma #CMAAWARDS
— Shelly Fields (@ShellyFields) November 9, 2023
Why is Wynonna Judd gripping tf out of Jelly like that… and why is she screaming the words ? It looks like she doesn’t even know the words! I can’t even … #CMA
— alyssa☺️💕 (@bearbearfamuree) November 9, 2023
Ok, no one is talking about the elephant in the room. What’s wrong with Wynonna Judd? Drunk or unhealthy? #CMAawards
— dpickle (@dugpickell1) November 9, 2023
Judd virtist í góðu stuði stuttu fyrir tónleikana þegar hún gekk niður rauða dregilinn og stillti sér upp fyrir myndir.