fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Aðdáendur hafa áhyggjur eftir „stórfurðulega“ frammistöðu – „Einhver þarf að hjálpa henni!“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 9. nóvember 2023 09:07

Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kántrísöngkonan Wynonna Judd kom fram á CMA-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi og vakti flutningurinn mikla athygli. Áhorfendum þótti hún illa á sig komin og lýstu yfir miklum áhyggjum á samfélagsmiðlum.

Judd, 59 ára, missti móður sína, kántrístjörnuna Naomi Judd, í apríl í fyrra.

Naomi Judd stytti sér aldur, 76 ára að aldri, eftir að hafa glímt við andleg veikindi í mörg ár. Þær mæðgurnar mynduðu kántrídúettinn The Judds og gáfu saman út sex breiðskífur og voru með farsælustu kántrítónlistarmönnum í heimi.

Sjá einnig: Hrollvekjandi kveðjubréf Naomi Judd opinberað

Wynonna Judd virtist eitthvað óstöðug í gær þegar hún steig á svið ásamt söngvaranum Jelly Roll til að syngja lag hans, „Need a Favor“.

Aðdáendur deildu áhyggjum sínum á samfélagsmiðlum og sögðu margir að þessi „einkennilega“ frammistaða bendi til þess að ekki væri allt með felldu hjá söngkonunni.

„Hún hefur gengið í gegnum svo mikið. Einhver þarf að hjálpa henni,“ sagði einn aðdáandi.

„Eitthvað er að hjá henni. Ég vona að hún sé í lagi!“ sagði annar.

„Wynonna Judd heldur eins fast og hún getur í Jelly Roll,“ benti einn á.

„Þetta var stórfurðulegt. Hvað er í gangi? Hún hefur varla hreyft sig og rígheldur í hann,“ sagði áhorfandi.

Einn aðdáandi benti á að kannski hafi hún fengið svimakast (e. vertigo), en söngkonan þurfti að aflýsa gamlárstónleikum í fyrra vegna þess.

Horfðu á atriðið hér að neðan.

Fleiri aðdáendur tjáðu sig um málið á X, áður Twitter.

Judd virtist í góðu stuði stuttu fyrir tónleikana þegar hún gekk niður rauða dregilinn og stillti sér upp fyrir myndir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram