Hún birti mynd af sér og móður sinni, Kris Jenner, á Instagram í tilefni afmæli þeirrar síðarnefndu.
Netverjar voru fljótir að benda á að myndin væri augljóslega unnin að einhverju leyti í myndvinnsluforriti.
Það má sjá það greinilega á hægri handlegg Khloé og svo á andliti og hálsi mæðgnanna en húðin er óvenju slétt.
Kris Jenner varð 68 ára fyrir tveimur dögum.
„Núna er þetta bara móðgandi. Þú hefur misst tökin á myndvinnslunni. Heldur hún í alvöru að við bjánarnir höldum að þær líti svona út? Hver er tilgangurinn?“ sagði einn netverji.
„Hvernig leyfir teymið hennar henni að gera þetta. Svo skrýtin aðferð við að „photoshoppa“ handlegg. Maður myndi halda að hún myndi taka eftir því.“
Margir sögðu að þeim þætti þetta sorglegt, að Khloé væri það óörugg að hún finnur sig knúna til að breyta myndunum sínum á þennan hátt.
„Þetta er greinilega mjög sæt mynd. Hún hefði átt að sleppa því að breyta henni,“ sagði einn netverji.
„Þetta er svo sorglegt, að geta ekki birt mynd af sér og móður sinni án þess að breyta mjög fínum handlegg.“
Sjá einnig: Khloé Kardashian eyddi mynd eftir að upp komst um Photoshop mistök