fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Al Pacino þarf að greiða 29 ára barnsmóður sinni 4,2 milljónir á mánuði í meðlag

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 3. nóvember 2023 09:29

Noor Alfallah og Al Pacino í ágúst síðastliðnum. Mynd: Gotham/GC Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Al Pacino, 83 ára, þarf að greiða fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður, Noor Alfallah, 29 ára, rúmlega 4,2 milljónir króna á mánuði í meðlag.

Samkvæmt dómskjölum, sem Page Six hefur undir höndum, skipaði dómarinn leikaranum að greiða barnsmóður sinni 15,4 milljónir fyrirfram og síðan halda áfram með mánaðargreiðslurnar. Hann á einnig að borga 1,8 milljónir fyrir svokallaða „næturhjúkku“ eða „night nurse“ – pössunarpíu sem sér um barnið á næturnar – ásamt því að sjá um alla læknisreikninga sem sjúkratryggingar greiða ekki.

Al Pacino þarf einnig að greiða 2,1 milljón í menntasjóð fyrir son sinn.

Al Pacino og Noor Alfallah.

Sonur Pacino og Alfallah er um fimm mánaða gamall. Í byrjun september var greint frá því að þau væru hætt saman og að Alfallah færi fram á fullt forræði yfir drengnum.

Fyrir á leikarinn þrjú börn, Julie, 33 ára, og tvíburana Oliviu og Anton, 22 ára.

Alfallah er kvikmyndaframleiðandi og var áður í sambandi með tónlistarmanninum Mick Jagger þegar hún var 22 ára og hann 74 ára, og milljarðamæringnum Nicolas Berggruen, 60 ára.

Pacino og Alfallah eru sögð hafa byrjað að slá sér upp í kringum Covid-faraldurinn en þau héldu sambandinu að mestu úr sviðsljósinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram