Leikarinn Al Pacino, 83 ára, þarf að greiða fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður, Noor Alfallah, 29 ára, rúmlega 4,2 milljónir króna á mánuði í meðlag.
Samkvæmt dómskjölum, sem Page Six hefur undir höndum, skipaði dómarinn leikaranum að greiða barnsmóður sinni 15,4 milljónir fyrirfram og síðan halda áfram með mánaðargreiðslurnar. Hann á einnig að borga 1,8 milljónir fyrir svokallaða „næturhjúkku“ eða „night nurse“ – pössunarpíu sem sér um barnið á næturnar – ásamt því að sjá um alla læknisreikninga sem sjúkratryggingar greiða ekki.
Al Pacino þarf einnig að greiða 2,1 milljón í menntasjóð fyrir son sinn.
Sonur Pacino og Alfallah er um fimm mánaða gamall. Í byrjun september var greint frá því að þau væru hætt saman og að Alfallah færi fram á fullt forræði yfir drengnum.
Fyrir á leikarinn þrjú börn, Julie, 33 ára, og tvíburana Oliviu og Anton, 22 ára.
Alfallah er kvikmyndaframleiðandi og var áður í sambandi með tónlistarmanninum Mick Jagger þegar hún var 22 ára og hann 74 ára, og milljarðamæringnum Nicolas Berggruen, 60 ára.
Pacino og Alfallah eru sögð hafa byrjað að slá sér upp í kringum Covid-faraldurinn en þau héldu sambandinu að mestu úr sviðsljósinu.