fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

39 ára og dónalífið með eldri karlmanni ekki það sem hún hélt

Fókus
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 21:29

Myndin tengist fréttinni ekki beint/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er að lifa leynilegu dónalífi með mun eldri giftum karlmanni. Mér fannst fyrst gaman að fá allar gjafirnar og vera dekruð, en nú líður mér illa eftir hvert skipti sem við hittumst.“

Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.

„Ég er 39 ára, skilin og á tvo unglinga. Eiginmaður minn hélt ítrekað framhjá mér, alltaf í leit að næsta viðhaldi. Hann endaði með að fara frá mér fyrir konu sem er tíu árum yngri. Ég elska börnin mín en ég er svo einmana. Dagarnir eru langir,“ segir konan.

Hún kynntist eldri elskhuga sínum í atvinnuviðtali. Hún var að sækja um vinnu og hann var atvinnurekandinn. Hún fékk ekki starfið.

„Hann hringdi í mig eftir viðtalið og sagðist hafa þótt mikið til mín koma. Hann bauðst til að vera leiðbeinandi (e. mentor) minn og hjálpa mér að finna annað starf.

Hann er 59 ára, nógu gamall til að vera pabbi minn, en mig skorti sjálfsöryggi og vildi efla það.

Eftir nokkra drykki setti hann höndina á lærið mitt undir borðinu og þá áttaði ég mig á þessu öllu. Ég skildi hvað hann hafði átt við þegar hann sagðist vilja „leiðbeina mér.“ En ég hafði samt gaman af félagsskap hans og daðrinu, og hann bauðst til að bjóða mér út að borða. Það hafði ekkert spennandi gerst fyrir mig í marga mánuði fyrir þetta.

Við fórum út að borða á flottan veitingastað og stunduðum kynlíf í lúxusbifreið hans.“

Síðan þá hafa þau hist einu sinni í viku. „Við sendum hvort öðru dónaleg skilaboð og hittumst reglulega til að stunda skítugt kynlíf á fínum hótelum.“

„Hann er mjög ævintýragjarn í rúminu en mér er farið að líða ansi ömurlega eftir að við hittumst, eins og hann sé að nota mig.

Líf okkar er svart og hvítt. Hann er ríkur athafnamaður með stórt hús og dýran bíl. Konan hans rekur eigin stofu og þau eiga ekki börn. Miðað við hann þá er líf mitt frekar dapurt.

Ég veit að ég ætti að hætta en ég er háð honum.“

Deidre gefur konunni ráð

„Sjálfstraust þitt er í molum eftir hegðun fyrrverandi eiginmanns þíns og nú er þessi maður að nota þig. Þér finnst þú hafa einhverja stjórn á honum þegar þið eruð saman, sem þér þykir valdeflandi, en í raun erþ að hann sem er við stjórnvöllinn. Hann er að borga fyrir tíma þinn með gjöfum og ætlast til þess að þú sért laus og til í tuskið þegar honum hentar,“ segir hún og ráðleggur konunni að slíta á öll tengsl strax.

Ráðgjafinn frægi hvetur konuna til að rækta ný áhugamál.

„Einblíndu á að byggja upp félagslífið og að leita að manni sem virðir þig og elskar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram