fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Segja Matthew Perry hafa verið einmana þegar hann dó og þráð að eignast konu og börn

Fókus
Mánudaginn 30. október 2023 10:10

Matthew Perry var 54 ára þegar hann lést.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Matthew Perry átti sér þann draum helstan að eignast fjölskyldu áður en hann lést um helgina, 54 ára að aldri. Fjölmiðlar beggja vegna Atlantsála hafa teiknað upp mynd af lífi leikarans sem sló í gegn í gamanþáttunum Friends þar sem hann fór með hlutverk hins kaldhæðna Chandler Bing.

Heimildarmenn breska blaðsins Daily Mail segja að Perry hafi verið einmana undir það síðasta og þráð það að eignast konu og fjölskyldu – börn og síðar barnabörn.

Samböndin gengu ekki upp

Perry var ókvæntur og barnlaus þegar hann lést en hann hafði átt í þó nokkuð mörgum ástarsamböndum sem af ýmsum ástæðum gengu ekki upp. Hann var trúlofaður Molly Hurwitz en þau hættu saman árið 2021. Þá var hann með nokkrum þekktum leikkonum um tíma, til dæmis Juliu Roberts og Lizzy Caplan.

„Hann dreymdi alltaf um að eignast hina fullkomnu fjölskyldu,“ sagði heimildarmaður miðilsins. „Hann langaði í eiginkonu og að minnsta kosti tvö börn. Og hann talaði um að honum væri alveg sama þó hann myndi kynnast konu sem þegar ætti börn,“ bætti heimildarmaðurinn við.

Átti frábæran stjúpföður

Matthew var sjálfur býsna náinn stjúpföður sínum, sjónvarpsmanninum vinsæla Keith Morrison, en hann kvæntist móður Matthew, Suzanne, árið 1981.

Matthew lýsti því að Keith hefði alltaf komið fram við hann eins og hann væri hans eigin sonur. Matthew væri meira en reiðubúinn að taka á sig samskonar hlutverk og veita væntanlegum stjúpbörnum sömu ást og Keith veitti honum.

Keith Morrison, sem er einna best þekktur fyrir Dateline-þættina, var býsna náinn stjúpsyni sínum og samband þeirra var gott.

Heimildarmaður Daily Mail segir að Matthew hafi verið búinn að missa von um að finna ástina og þar af leiðandi verið orðinn leiður og þungur. „Hann deitaði margar konur en honum leið alltaf eins og þær hefðu bara áhuga á peningunum hans og frægð. Hann var mjög örlátur, gaf þeim flottar gjafir til þess eins að horfa svo á eftir þeim.“

Vildi bara vera hamingjusamur

Matthew glímdi við áfengis- og eiturlyfjafíkn og var honum vart hugað líf eftir alvarleg veikindi í fyrra. Ristillinn hans rofnaði vegna ofneyslu hans á ópíóíðum og varði hann löngum tíma á sjúkrahúsi í kjölfarið. Heimildarmaðurinn segir að aðstandendur leikarans hefðu talið að hans síðasta stund myndi senn renna upp, ýmislegt benti til þess að hann myndi tapa baráttu sinni.

„Við höfðum miklar áhyggjur af honum enda var hann í meira en mánuð á sjúkrahúsi. Hann léttist mikið og leit ekki vel út eftir þetta. En, einhvern veginn, eins og Matthew átti til, þá náði hann sér á strik aftur og hélt í vonina um að betri tímar væru handan við hornið. Það eina sem Matt vildi var að vera hamingjusamur en það er eins og hann hafi ekki leitað á réttum stöðum. Það er sorglegt að hugsa til þess að hann hafi dáið einn með engan við hlið sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Í gær

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástæðan fyrir að Friends eru enn vinsælir 20 árum eftir lok þáttanna

Ástæðan fyrir að Friends eru enn vinsælir 20 árum eftir lok þáttanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“