fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Barðist við tárin þegar hann minntist Matthew Perry

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 30. október 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn og skemmtikrafturinn Hank Azaria átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann minntist vinar síns, Matthew Perry, sem lést um helgina 54 ára að aldri.

Hank kom meðal annars fram í gestahlutverki í Friends-þáttunum sálugu þar sem hann lék kærasta Phoebe. Eignaðist hann afar náinn og góðan vin í Matthew Perry.

„Við vorum meira eins og bræður um langt skeið. Við drukkum mikið saman, hlógum mikið saman og vorum til staðar fyrir hvorn annan þegar við vorum að byrja í bransanum,“ sagði Hank í myndbandi á Instagram-síðu sinni um helgina.

Hank segir að mörgum þeirra sem voru nánir Matthew hafi liðið eins og þeir hefðu misst hann fyrir löngu vegna glímu hans við áfengi og fíkniefni.

„Ég hef verið edrú í 17 ár og verð að nefna það að í fyrsta skipti sem ég fór á AA-fund var Matthew með mér. Hann dró mig inn,“ sagði hann.

Þeir fóru saman á fundi í um eitt ár. „Hann var svo klár og gefandi og átti mjög stóran þátt í því að mér tókst að verða edrú. Ég vildi óska þess að hann hefði getað haldið sér á beinu brautinni.“

Hank segir erfitt að hugsa til þess að Matthew sé farinn. „Við söknum hans, söknum hans mikið. Þetta er eitt það skelfilega við þennan sjúkdóm, hann tekur þá sem maður elskar.“

Matthew og Hank saman á góðri stundu árið 2004. Mynd/Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 9 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?