Samfélagsmiðlastjarnan og athafnakonan Brynhildur Gunnlaugsdóttir er með puttann á púlsinum og lét klippa á sig topp. Hún fylgir í fótspor ísdrottningarinnar Ásdísar Ránar, en glamúr fyrirsætan frumsýndi svipaða greiðslu í gær.
Sjá einnig: Ásdís Rán skiptir um hárgreiðslu – Svona hefur þú aldrei séð hana
Brynhildur hefur verið þekkt fyrir síðu ljósu lokkana sína og er þetta því talsverð breyting. Stjörnustílistinn Michael Bowman sagði við Popsugar í ágúst að svokallaðir „stuttir curtain toppar“ væru málið í haust og er því óhætt að segja að samfélagsmiðlastjarnan sé klárlega í takt við tískuna.
Hárgreiðslan var mjög vinsæl á tíunda áratugnum en þá vildu allir vera eins og leikkonan Pamela Anderson, sem gerði garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum Baywatch.
Brynhildur sýndi einnig nýja hárið á TikTok.