fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Tanja lokaðist alveg eftir svæsna kjaftasögu: „Þá vildi ég ekki segja neinum frá þessu“

Fókus
Miðvikudaginn 18. október 2023 07:36

Tanja Ýr Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tanja Ýr Ástþórsdóttir er nýjasti gestur Einkalífsins á Vísi þar sem farið er um víðan völl. Tanja hefur verið meðal þekktustu áhrifavalda landsins undanfarin ár og hefur sem slík mátt þola ýmislegt þegar kemur að opinberri umræðu.

Í þættinum, sem fjallað er um á Vísi, rifjar hún upp kjaftasögu sem fór á flug um það leyti sem hún fór sem fulltrúi Íslands í Miss World-keppninni sem haldin var í London.

Tanja varð fyrir því óhappi að kjálkabrotna nokkrum vikum fyrir keppnina.

„Ég fer upp á Slysó og allt þetta og ég held að það hafi verið um viku síðar að þá heyrir kona frá ákveðnum fréttamiðli í vinkonu minni og spyr í hvers konar lýtaaðgerð ég var í,“ segir Tanja meðal annars og bætir við að í kjölfarið hafi hún lokast alveg.

„Þá vildi ég ekki segja neinum frá þessu og ég vildi passa að ég kæmist út til London. Það er kannski það óþægilega, sumar sögur eru teknar algjörlega úr samhengi og ekkert af því sem er verið að segja gerðist,“ segir hún og bætir við að það sé stressandi þegar sagan er tekin úr höndunum á manni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“