Bandaríska söngkonan Britney Spears heldur áfram að dæla út köflum úr væntanlegri ævisögu hennar, The Woman in Me, sem kemur út 24. október.
Í einum kaflanna segir hún frá eftirminnilegri sviðsframkomu hennar á MTV tónlistarhátíðinni árið 2001 og segir hún að hin goðsagnakennda frammistaða hennar hafi verið „enn meira ógnvekjandi en hún virtist“.
Sjá einnig: Britney varpar sprengju um Justin Timberlake í nýrri ævisögu
People segir frá því að í atriðinu sem sýnt var í beinni útsendingu flutti Britney lagið „I’m a Slave 4 U“ með pythonslöngu vafða um háls sér.
„Planið var að ég myndi syngja „I’m a Slave 4 U“ og við ákváðum að nota snák sem leikmun. Þetta er orðið táknrænt augnablik í sögu VMA, en það var jafnvel enn meira ógnvekjandi en það virtist. Það eina sem ég mundi var að horfa niður, því ég vissi að ef ég horfði upp og myndi horfa í augu hennar dræpist ég.“
Britney varpar sprengju um Justin Timberlake í nýrri ævisögu
Spears komst í gegnum atriðði klakklaust og deilir nú með lesendum hvað fór í gegnum huga hennar á þessum tíma.
„Í höfðinu á mér endurtók ég við sjálfa mig: Farðu bara á svið, notaðu fæturna og skemmtu fólki. En það sem enginn veit er að þegar ég var að syngja færði snákurinn höfuðið beint að andlitinu á mér, beint upp að mér og byrjaði að hvæsa. Ég hugsaði, er þér fokking alvara núna? Helvítis slangan er að smella tungunni að mér. Akkúrat núna. Loksins kom að því að ég gat látið taka hana af mér. Guði sé lof.“
Söngkonan opnaði sig einnig um atriðið á Instagram í september, þegar hún deildi bút af atriðinu og upplýsti „hversu hrædd“ hún var að syngja með lifandi slöngu um hálsinn. Britney segir þó að atriðið sé eitt af hennar uppáhalds þrátt fyrir hræðsluna.