fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Taktu til í fataskápnum og græddu á því í leiðinni

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 11. október 2023 12:05

Vilborg Ásta Árnadóttir, Elfa Rós Helgadóttir og Sigrún Dís Hauksdóttir stofnendur Visteyri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haustið er komið og þá fara eflaust margir að huga að haust tiltektinni. Við könnumst öll við fataskápa troðfulla af fötum sem ekki eru lengur notuð og taka einungis pláss án þess að líta dagsins ljós. Haustið er fullkominn tími til að fara í gegnum skápana og létta á þeim. En hvernig hljómar að geta grætt á því í leiðinni?

Visteyri.is er ný vefsíða þar sem hægt er að kaupa og selja notuð föt, greiða með Aur eða korti og sækja eða fá sent um allt land. Vefsíðan fór í loftið fyrir þremur mánuðum síðan og hefur notið mikilla vinsælda á stuttum tíma.

„Það hafa yfir 6000 vörur verið skráðar og nú eru um 2000 notendur skráðir á visteyri.is á aðeins þremur mánuðum. Þetta fór fram úr okkar björtustu vonum og það er svo gaman að sjá hvað það er tekið vel í þetta concept“  segir Vilborg Ásta einn eigenda visteyri.is

Kostar ekkert að byrja að selja og kaupa á Visteyri og markmiðið með vefsíðunni er að gera viðskipti með notaðar vörur einföld, örugg og aðgengileg öllum.

„Það er auðvelt að skrá sig á visteyri.is og það kostar ekkert að byrja að selja. Við kaup er svo hægt að greiða með korti eða Aur og velja á milli þess að sækja eða fá sent um allt land. Þannig geta viðskiptavinir verslað sín á milli óháð staðsetningu!“

Hringrásarhagkerfi framtíðin og markmiðið er að gera notað að norminu

„Við trúum því að hringrásarhagkerfi sé framtíðin og að fataskápar framtíðarinnar séu hringlaga. Við erum ekki að segja að fólk eigi aldrei að kaupa sér nýtt aftur en markmiðið okkar er að gera notað að norminu alveg eins og það er norm að kaupa nýtt. Við hvetjum alla til þess að gefa þeim flíkum sem sitja upp í skáp ósnertar nýtt líf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt