fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Stjörnukokkur látinn eftir svæsið ofnæmiskast

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 9. október 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Chiarello, bandarískur stjörnukokkur sem hélt meðal annars úti eigin sjónvarpsþáttum, lést á föstudag eftir að hafa fengið svæsið ofnæmiskast.

Chiarello var 61 árs en hann var meðal annars þekktur fyrir þætti sína, Easy Entertaining with Michael Charello, sem sýndir voru á Food Network. Þá var hann meðal þátttakenda í Top Chef Masters árið 2009 þar sem hann hafnaði í 2. sæti. Hann varð síðar dómari í þáttunum Top Chef.

People greinir frá því að Michael hafi dvalið á sjúkrahúsi í um eina viku áður en hann lést. Ekki er vitað hvað varð til þess að hann fékk ofnæmiskastið. Hann lést á Queen of the Valley-sjúkrahúsinu í Napa í Kaliforníu en hann opnaði einmitt sinn fyrsta veitingastað, Tra Vigne, í Kaliforníu á níunda áratug liðinnar aldar. Hann opnaði síðar veitingastaðina Bottega og Coqueta.

Fyrirtæki hans, Gruppo Chiarello, greindi frá andláti hans í yfirlýsingu í gær.

Chiarello skrifaði fjölmargar matreiðslubækur sem nutu töluverðra vinsælda. Hann var þó ekki óumdeildur með öllu en árið 2017 náði hann sáttum utan dómstóla við tvo fyrrverandi starfsmenn Coqueta sem sökuðu hann um kynferðislega áreitni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum