Chiarello var 61 árs en hann var meðal annars þekktur fyrir þætti sína, Easy Entertaining with Michael Charello, sem sýndir voru á Food Network. Þá var hann meðal þátttakenda í Top Chef Masters árið 2009 þar sem hann hafnaði í 2. sæti. Hann varð síðar dómari í þáttunum Top Chef.
People greinir frá því að Michael hafi dvalið á sjúkrahúsi í um eina viku áður en hann lést. Ekki er vitað hvað varð til þess að hann fékk ofnæmiskastið. Hann lést á Queen of the Valley-sjúkrahúsinu í Napa í Kaliforníu en hann opnaði einmitt sinn fyrsta veitingastað, Tra Vigne, í Kaliforníu á níunda áratug liðinnar aldar. Hann opnaði síðar veitingastaðina Bottega og Coqueta.
Fyrirtæki hans, Gruppo Chiarello, greindi frá andláti hans í yfirlýsingu í gær.
Chiarello skrifaði fjölmargar matreiðslubækur sem nutu töluverðra vinsælda. Hann var þó ekki óumdeildur með öllu en árið 2017 náði hann sáttum utan dómstóla við tvo fyrrverandi starfsmenn Coqueta sem sökuðu hann um kynferðislega áreitni.