fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Segir að alræmdu paparazzi bikinímyndirnar hafi haft mikil áhrif

Fókus
Fimmtudaginn 5. október 2023 11:25

Selena Gomez. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Selena Gomez opnar sig um erfitt tímabil í viðtali við Fast Company.

Árið 2018 fóru paparazzi ljósmyndir af henni í fríi á snekkju við strendur Ástralíu í dreifingu um netheima. Söngkonan var í bikiníi að slaka á með vinum sínum og vissi ekki að paparazzi ljósmyndari væri að taka myndir af henni, sem hann síðan seldi til slúðurmiðla sem birtu myndirnar.

Nettröll höfðu ljóta hluti að segja um breyttan líkama Selenu og örið á fótlegg hennar.

Selena segir í viðtalinu við Fast Company að þessi tími hafi reynst henni afar þungbær og myndirnar og athugasemdirnar hafi haft neikvæð áhrif á líkamsmynd hennar.

Aðeins nokkrum vikum áður hafði hún og söngvarinn Justin Bieber hætt saman og var Selena komin í pásu á Instagram.

„Ég var í ástarsorg, ég þurfti ekki að sjá hvað aðrir voru að gera. En það komu líka augnablik þar sem mér leið ekki vel varðandi útlit mitt, vegna myndanna sem ég sá á Instagram. Ég hugsaði: „Vá, ég vildi óska þess að líkami minn væri svona,““ segir hún varðandi samfélagsmiðlapásuna á þeim tíma. Hún sneri til baka á miðilinn til að tjá sig um myndirnar og gagnrýnina.

„Hversu óraunhæft er að ætlast til þess að líkami konu breytist ekki?“

Söngkonan segir að fyrir alræmdu paparazzi myndirnar hafi hún glímt við neikvæða líkamsímynd eftir óþægilega myndatöku fyrir tímarit, hún segir að þá hafi hún áttað sig á því að líkami hennar væri ekki lengur eins og líkami unglings.

„Engin flík passaði og ég skammaðist mín. En samt, hversu óraunhæft er að ætlast til þess að líkami konu breytist ekki?“

Andleg heilsa skiptir Selenu miklu máli. Hún var greind með geðhvarfasýki árið 2020 og segir hún að það hafi verið mikill léttir að fá loksins greiningu og skilja hvað væri í gangi. Hún opnaði sig um greininguna í heimildarmyndinni My Mind & Me sem kom út í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone