Brynhildur Gunnlaugsdóttir er ein skærasta samfélagsmiðlastjarna Íslands og ná vinsældir hennar langt út fyrir landsteinana. Hún er með rúmlega 1,6 milljónir fylgjenda á TikTok og tæplega 100 þúsund fylgjendur á Instagram.
Það má segja að hún skaust upp á stjörnuhimininn í ágúst 2021 þegar nokkur myndbönd hennar á TikTok urðu „viral“. Það vinsælasta var myndband þar sem hún sneri baki í myndavélina og dansaði í burtu frá myndavélinni.
DV ræddi við Brynhildi á sínum tíma sem sagðist hissa á viðbrögðunum, þá hafði myndbandið fengið um 20 milljónir í áhorf.
Nú eru eins konar tímamót hjá áhrifavaldinum en umrætt myndband hefur klofið 50 milljóna múrinn. Það hefur fengið yfir 50 milljónir „views“ og 5,2 milljónir „likes.“
@brynhildurgunnlaugssmy trend now♬ Beethoven – Kenndog
Brynhildur segist ekki skilja hvernig þetta myndband fór að því að verða svona vinsælt.
„Mitt rómverska keisaraveldi er hvernig þetta fékk 50 milljónir í áhorf,“ skrifaði hún með myndbandinu, en tilvísunin í rómverska keisaraveldið er trend sem er í gangi á samfélagsmiðlum varðandi – það sem virðist vera – sameiginlega þráhyggju karlmanna fyrir keisaraveldinu.
@brynhildurgunnlaugssmy roman empire is how this got 50 million views♬ HIT YO 3STEP – SCURLY