fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Voru lögð í hrottalegt einelti eftir að vinsæla kvikmyndin kom út

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 3. október 2023 10:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin School of Rock með Jack Black í aðalhlutverki kom út fyrir tveimur áratugum. Myndin var gríðarlega vinsæl og hlaut lof bæði áhorfenda og gagnrýnenda.

En frægð og frami er ekki alltaf dans á rósum, fyrir ungu leikarana í myndinni var það martröð.

Kvikmyndin naut mikilla vinsælda.

Tímaritið Rolling Stone tók viðtal við fyrrverandi barnastjörnurnar í tilefni þess að í dag eru 20 ár síðan myndin kom út í Bandaríkjunum. Nokkrar þeirra segjast hafa verið lagðar í hrottalegt einelti eftir útgáfu myndarinnar.

Sleginn utan undir

Joey Gaydos Jr, sem lék gítarleikarann Zack Mooneyham, var frá litlum bæ í Detriot. Þegar hann kom aftur í skólann eftir tökur á myndinni segir hann að bekkjarfélagar hafi látið honum líða eins og „algjöru viðundri“ og í eitt skipti hafi hann verið sleginn utan undir.

„Ég man ég var á fótboltaleik hjá skólaliðinu og einhver eldri stelpa kom til mín og sló mig utan undir og sagði: „Sjáið skrýtna gaurinn úr myndinni.“ Fólk hélt að það væri allt í gangi hjá mér, ég trúði þessu ekki,“ segir hann.

Joey Gaydos Jr í hlutverki Zack Mooneyham.

Brian Fuldato, sem lék stílista hljómsveitarinnar Billy, og Veronica Afflerbach, sem lék Eleni, lýsa einnig mjög erfiðu tímabili sem tók við eftir að myndin kom út.

„Krakkar sögðu ógeðslega hluti,“ segir Veronica.

Veronica í hlutverki Eleni..

Hrottalegt einelti og neysla

Rivkah Reyes lék bassaleikarann Katie í myndinni og var lögð í skelfilegt einelti. Það var svo slæmt að hún leitaði í fíkniefni til að deyfa sársaukann.

„Ég var mjög veik og var komin á mjög slæman stað andlega, ég notaði allt sem ég komst yfir til að finna ekki fyrir neinu í mörg ár,“ segir hún.

Rivkah er mun hrifnari af bransanum sem fullorðinn einstaklingur en barn.

Rivkah kom sér á beinu brautina og ákvað að láta reyna aftur á leiklistina.

„Undanfarin fimm ár hef ég verið edrú og reynt mig áfram í kvikmyndabransanum og að skrifa,“ segir hún og bætir við að það henni líki bransinn mun betur sem fullorðinn einstaklingur en sem barni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram