Leikarinn Danny Masterson var í síðustu viku dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að nauðga tveimur konum.
Masterson er hvað þekktastur fyrir að leika Steven Hyde í vinsælu þáttunum That 70‘s Show í kringum aldamótin.
Hann lék einnig eitt af aðalhlutverkunum í Netflix-þáttunum The Ranch en var rekinn í desember 2017, eftir að fjórar konur sökuðum hann um nauðgun. Í júní 2020 var hann ákærður fyrir að nauðga þremur konum á heimili sínu í Hollywood Hills á árunum 2001 til 2003. Hann var dæmdur fyrir að nauðga tveimur þeirra.
Sjá einnig: Hrottalegar lýsingar í kynferðisbrotamáli Danny Masterson og ógnvekjandi viðbrögð Vísindakirkjunnar
Gamalt viðtal spjallþáttastjórnandans Conan O‘Brien við Masterson hefur komið aftur upp á yfirborðið eftir að dómurinn var kveðinn upp og hafa orð O‘Brien vakið mikinn óhug, en það virðist hljóma eins og spjallþáttastjórnandinn hafi verið meðvitaður um að allt væri ekki með felldu.
Viðtalið var árið 2004, en nauðganirnar sem Masterson var dæmdur fyrir áttu sér stað á árunum 2001 til 2003. O’Brien spurði leikarann út í New York hreiminn hans, sem sagði að hann væri nánast horfinn eftir öll árin í Los Angeles, en kæmi helst fram þegar hann segir: „Hæ, ég heiti Danny Masterson, viltu snerta punginn minn?“
„Af hverju ertu að spyrja fólk að þessu? Það er mikilvægari spurning,“ sagði O‘Brien.
„Ég meina, þú ert með þau, skilurðu hvað ég meina? Allir ættu að koma við þau,“ sagði þá leikarinn.
„Ég hef heyrt um þig, og þú verður gómaður bráðum. Þú veist þú verður það,“ sagði O‘Brien, en umrædd ummæli eru þau sem hafa vakið athygli.
„Ég veit,“ sagði Masterson.
Horfðu á viðtalsbútinn hér að neðan.
Danny Masterson sentenced to 30 years to life for raping 2 women….Conan knew pic.twitter.com/KEE596oqdl
— Wu Tang is for the Children (@WUTangKids) September 7, 2023