fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

„Ég reyndi að hafa tónlistina svolítið dökka, dramatíska og bjarta á köflum“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 1. september 2023 11:30

Gunnar Ingi Guðmundsson Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Ingi Guðmundsson bassaleikari, lagahöfundur og nemandi í kvikmyndatónsmíðum gefur út í dag sína fyrstu sóló plötu sem nefnist Eyðibýli. Platan hefur að geyma 10 glæný frumsamin tónverk í kvikmyndastíl (Cinematic music) og er platan öll aðgengileg á Spotify, Apple music og það er meira efni á leiðinni frá Gunnari Inga.

„Ég hef alltaf haft rosalega gaman af kvikmyndatónlist og það sem vakti áhuga minn á þeirri tónlist var þegar ég sá stórmyndirnar Jurrasic Park, Braveheart, Titanic og tala nú ekki um þættina um þá bræður Nonna og Manna á sínum tíma  og upplifði tónlistina og þessu stóru epísku tónverk sem er í þeim myndum,“ segir Gunnar og hlær. „Það sem mér finnst svo áhugavert og gaman við tónlist í kvikmyndum og þáttum er þegar hver og einn karakter hefur sitt eigið stef í gegnum heila kvikmynd eða þáttaröð. Mín uppáhalds kvikmyndatónskáld eru John Williams, James Horner og Alan Silverstri. Þegar ég var um tvítugt langaði mig að flytja til Bandaríkjanna og nema kvikmyndatónlist fyrir alvöru en mér fannst þetta svo rosalega stórt í sníðum og sá fyrir mér að þetta væri svo stór pakki að vera tónskáld, útsetjari og stjórnandi hljómsveitar og auðvitað rosalega dýrt allt saman en lét mig nægja að fara í lítið fjarnám frá Berklee College of music í Boston og hef gaman af. Öll sú tónlistarmenntun sem ég fékk í tónlistarskóla FÍH hefur líka reynst mér mjög vel.“

Við gerð plötunnar sá Gunnar Ingi fyrir sér afskekktan sveitabæ út á landi sem hafði farið í eyði og bjó til söguþráð með tónverkum þar sem hann segir frá aðalþema plötunnar eyðibýli, afskekkta staðnum, ástföngnu hjónunum, bænum, síðasta ábúandanum, reimleikum, ættingjunum sem koma í heimsókn, eyðijörðinni, firðinum og meira til.

„Ég reyndi að hafa tónlistina svolítið dökka, dramatíska og bjarta á köflum sem myndi passa við þetta þema því þegar maður sér eyðibýli í fjarska og í rökkri eru þau dökk og drungaleg en eiga sér áratuga langa sögu.“

Upptökur hófust snemma í janúar á þessu ári og stóðu fram í júní og kemur platan út 1.september.

„Markmiðið með gerð plötunnar er að reyna að vekja athygli á mér sem tónskáldi og höfundi með þeirri von um að fá verkefni að semja tónlist fyrir kvikmyndir og þætti.“

Fékk nóg af hljómsveitarlífinu

Gunnar Ingi var bassaleikari í mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina og var það alltaf markmið hjá honum að reyna að meika´ða sem gekk ekki neitt segir hann og hlær. Að vera í hljómsveit með 4 til 5 manns er bara brutal barátta og getur alveg verið leiðinlegt á köflum að æfa upp 100 laga prógramm sem gengur stundum ekkert, þannig að árið 2019 ákvað ég að segja alveg skilið við hljómsveitarbransann og einbeita mér alfarið að vera minn eiginn herra og gera út á mitt nafn Gunnar Ingi og semja lög og tónverk fyrir mig sjálfann og aðra listamenn en Gunnar Ingi hefur samið mörg lög sem hafa verið flutt af þekktum flytjendum og hafa sum þeirra náð vinsældum.

Í góðu jafnvægi

Gunnar segir það hafa gengið mjög vel að sameina námið, vinnu og að semja öll tónverkin á plötunni þótt honum finnist lang skemmtilegast að vera í hljóðveri og taka upp tónlistina. „Stundum á ég tímabil sem ég er mjög músíkalskur og allt kemur mjög fljótt en stundum koma tímar sem ekkert er að gerast og þá tek ég fyrir lítið stef í einu yfir lengra tímabil hvað tónsmíðarnar og lagasmíðar varðar en leiðinlegasti hlutinn af þessu ferli er að koma þessu öllu á framfæri,“segir Gunnar og hlær.

Það sem er framundan hjá Gunnar Inga er nýtt lag sem kemur út 6. október sem flutt er af stórsöngkonunni Rakel Pálsdóttur, We´ll Find Rain, nýtt jólalag sem kemur út í desember en þau Gunnar Ingi og Rakel Pálsdóttir hafa unnið töluvert mikið saman í gerð jólalaga undanfarin þrjú ár og gerðu þau saman plötuna Með jólin í hjarta mér sem kom út fyrir síðustu jól og var plata vikunnar á Rás 2 dagana miðjan desember. Einnig er Gunnar Ingi að vinna litla EP plötu sem ber heitið Highlands og hefur að geyma tónverk í skoskum hálandastíl í anda Outlander þáttana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum