fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Furðuleg rukkun á veitingastað vekur athygli netverja

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 31. ágúst 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Par sem ákvað að gera sér góðan dag og fara út að borða á veitingastað var furðu lostið þegar það fékk reikninginn fyrir kvöldinu. Á reikningum sést að veitingastaðurinn rukkar parið um 15 dala gjald sem útskýrt er með línunni: „You´re an asshole„ eða bara á ástkæra ylhýra, „Þið eruð fávitar.“

Parið deildi mynd af reikningnum á Reddit, þar sem hann vakti nokkra athygli. Maðurinn var þó fljótur að útskýra að hvorki parið né þjóninn eða veitingastaðurinn væru jafnmiklir dónar og reikningurinn gæfi til kynna.

„Ég og konan mín fórum á veitingastað í tilefni af afmæli hennar og fengum okkur bæði kokteila. Ég gleymdi strax nafninu á þeim en þegar reikningurinn kom þá mundi ég að nafnið var „You´re an asshole, Mr. Burton.“

Kokteillinn inniheldur gin, púrtvín, lime-safa, hunang, ferskjulíkjör, eggjahvítu og púðursykur. 

Drykkurinn er þó ekki eina furðulega heitið á reikningnum því þar er einnig rukkað fyrir chickentit eða kjúklingabrjóst í stað bringu upp á 18 dali. Sá réttur samanstendur af kjúklingabringu, salati, Havarti osti, tómötum, basil og sinnepsaioli í ciabatta bollu.

Netverjum fannst nafn á réttum staðarins bráðfyndið og sumir fóru í að skoða matseðil staðarins, sem er í Oregon í Bandaríkjunum. „Sesarsalatið heitir „Et Tu Brute? (Og þú Brútus?), ég dýrka það,“ skrifar einn þeirra. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum