Rapparinn Bad Bunny skildi lítið eftir fyrir ímyndunaraflið á nýrri mynd sem hann birti á samfélagsmiðlum á dögunum.
Bad Bunny er vel þekktur í tónlistarheiminum en það mætti segja að hann varð enn frægari þegar hann fór að rugla saman reytum með raunveruleikastjörnunni og fyrirsætunni Kendall Jenner.
Fólk sem fylgist ekki með rappsenunni virðist vera með hann á heilanum þar sem Kendall Jenner – sem er hluti af einni frægustu fjölskyldu í heimi – hefur alltaf haldið ástarsamböndum sínum frá sviðsljósinu í gegnum árin.
Það setti því internetið næstum því á hliðina þegar hann birti mynd af sér í sturtu og var, eins og fólk er venjulega í sturtu, nakinn.
Kendall Jenner birti líka mynd á sínum samfélagsmiðlum en hún var í sundfötum annað en kærastinn sem var kviknakinn.