Kris Jenner, ættmóðir Kardashian/Jenner veldisins, birti myndband af sér á dögunum og saka netverjar hana um að hafa notað svokallaðan „fegurðarfilter“.
Netverjar virðast hafa rétt fyrir sér eins og má sjá þegar borið er saman útlit hennar í myndbandinu við myndir á Getty Images, sem eru myndir frá ljósmyndurum sem ekki er búið að eiga við.
Mörgum þótti hún hafa breytt útliti sínu það mikið að það væri eins og gervigreind hafi búið til myndbandið.
View this post on Instagram
Sumir gengu það langt að segja að útlit hennar fríkaði þá út.
„Fagnaðu hækkandi aldri þínum. Þessi filter er fáránlegur,“ sagði einn netverji.
„Hvað í fjandanum er í gangi, þetta er ekki andlitið hennar,“ sagði annar.
Kris Jenner er 67 ára. Hún er ekki sú eina í fjölskyldunni sem virðist eiga erfitt með að eldast og taka öllu sem því fylgir fagnandi. Dætur hennar eru reglulega gagnrýndar fyrir að breyta myndum fyrir samfélagsmiðla og ýta undir óraunhæfar væntingar og lélegt sjálfsálit kvenna.
Það vakti einnig athygli að einhver á vegum Facetune, sem er vinsælt forrit sem gerir notendum kleift að breyta myndum, sló á létta strengi og skrifaði athugasemd við myndband Kris Jenner eins og sjá má hér að neðan.