fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Bandarískur blaðamaður segir Hagkaup vera „Walmart Íslands“ – Nefnir fimm hluti sem komu henni í opna skjöldu

Fókus
Mánudaginn 28. ágúst 2023 08:00

Bandaríski ferðamaðurinn segir Hagkaup vera Walmart Íslands. Mynd: Ernir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska blaðakonan Talia Lakritz, sem skrifar fyrir Business Insider, heimsótti Ísland heim á dögunum og hefur skrifað nokkra pistla um reynslu sína. Einn slíkur fjallaði um heimsókn hennar í Hagkaup í Smáralind, sem hún nefnir „Walmart Íslands“, en þar nefnir hún fimm hluti sem komu henni í opna skjöldu.

Athygli vekur að Lakritz hrósar verðlaginu í Hagkaup og segir það hagstætt.

Bara inn, ekki út

Lakritz gerir hliðin inn í versluna að umtalsefni sínu. Þau gera aðeins ráð fyrir að viðskiptavinir fari inn í verslunina um þau, ekki út. Það segist hún aldrei hafa séð í Bandaríkjunum.

Úrvalið af laxi

Lakritz kvaðst vera agndofa yfir öllum laxinum sem var í boði. Hann var þó ekki frá Alaska, eins og Bandaríkjamenn eiga að venjast, heldur framleiddur að mestu hérlendis og kemur það henni greinilega á óvart hvað Íslendingar framleiða mikið af hráefninu eftirsótta.

Ávextir fyrir börn

Blaðakonan var afar hrifin af þeirri hugmynd að bjóða börnum, sem eru í verslunarferð með foreldrum sínum. upp á ókeypis ávexti. Það þykir henni afar fjölskylduvænt viðmót og eitthvað sem þekkist ekki í Bandaríkjunum.

Allt garnið

Lakritz átti ekki orð yfir öllu garninu sem var til sölu í íslensku versluninni sem og ýmiskonar efni til föndurs. Sagði hún slíkar vörur yfirleitt til sölu í sérstökum verslunum í Bandaríkjunum, ekki í stórmörkuðum.

Nammiland

Bandaríska blaðakonan átti ekki orð yfir sælgætisversluninni sem er til staðar í stórmarkaðinum. Segir hún slíkt ekki þekkjast í heimalandi sínu enda gæti Nammilandið í raun verið sérstök verslun í Smáralind, slík er stærðin. Virtist hún þó afar ánægð með sælgætisverslunina og þá sérstaklega úrvalið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“