Heimildarmaður People sagði í samtali við miðilinn að grínistinn væri í góðu skapi, að honum liði vel þrátt fyrir sambandsslitin og væri að umgangast vini sína.
Í júní síðastliðinn fór Davidson í geðheilsumeðferð vegna áfallastreituröskunar og jaðar-persónuleikaröskunar.
Davidson og Wonders kynntust við tökur á myndinni Bodies Bodies Bodies. Þau voru hins vegar bæði í sambandi í kringum þann tíma, Davidson var með raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian og Wonders var með leikaranum Charles Melton.
Þau urðu bæði einhleyp seinni hluta árs 2022 og sást til þeirra fyrst saman í desember. Ástin blómstraði og opnaði Wonders sig um sambandið í viðtali við Nylon í maí.
„Við tölum um allt. Við erum mjög opin hvort við annað um allt og mér finnst eins og það sem sé að eiga sér stað í sambandinu okkar sé mjög heilagt.“
Grínistinn er ekki aðeins þekktur fyrir leik sinn heldur einnig stórglæsilegar kærustur hans.
Margir hafa furðað sig á því hvernig honum hefur ítrekað tekist að heilla gullfallegar konur upp úr skónum. Orðrómur um svo kölluðu „typpaorkuna“ hans eða „big dick energy (BDE)“ hefur verið á sveimi í talsverðan tíma og sögð orsök vinsælda hann meðal glæsikvendanna. Orðrómurinn fór fyrst á kreik eftir að þáverandi kærasta hans, söngkonan Ariana Grande, tísti um typpastærð hans. Einnig á frasinn „big dick energy“ við um sjálfsöryggi hans og allsherjarbrag hans.
Meðal fyrrverandi kærasta hans má nefna Kim Kardashian, poppstjörnuna Ariönu Grande, fyrirsætuna Kaiu Garber og leikkonuna Kate Beckinsale.
Sjá einnig: Allar stórglæsilegu konurnar sem Pete Davidson hefur verið með