fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Ofurfyrirsætan opinberar þyngd sína – Segist borða 900 hitaeiningar á dag

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. ágúst 2023 07:00

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum hefur nú greint frá leyndarmálinu við að viðhalda vextinum. Á sunnudag greindi hún frá þyngd sinni og daglegum matarvenjum í sögu á Instagram, þar viðurkennir hún að borða aðeins 900 hitaeiningar á dag. 

Klum sem er fimmtug og meðal annars þekkt sem ein af englum undirfatarisans Victoria’s Secret, svaraði spurningum fylgjenda sinna. Einn þeirra bað hana að deila núverandi þyngd sinni, svo Klum dró fram vigt og póstaði mynd af tölunni sem vigtin sýndi, 138 pund eða 62,6 kíló. Klum er 176 sm á hæð og því er  líkamsþyngdarstuðull hennar (BMI) innan eðlilegra marka þess staðals. Hins vegar mæla sérfræðingar með því að konur neyti 2000 hitaeininga á dag. 

Mynd: Instagram

Segist Klum byrja daginn með kaloríusnauðum morgunverði sem samanstendur af þremur steiktum eggjum í volgu kjúklingasoði.

Árið 2008 sagði Klum í viðtali að hún borðaði litlar máltíðir á þriggja tíma fresti, borðaði aldrei eftir klukkan 20 og ef að hungrið sverfði að þá gripi hún sér eitt epli. Segist Klum hafa slakað á með árunum en hún hafi hollan mat enn í fyrirrúmi. „Í upphafi þurfti ég að mjög öguð hvað mataræði varðaði og síðan vandist sá agi,“ sagði Klum í viðtali við Red Magazine árið 2020. „Það eru svo margt í boði, veldu bara það rétta, þá þarftu ekki að berjast við kílóin.“

Hér má reikna hversu margar hitaeiningar þarf að neyta daglega miðað við hæð, þyngd og hreyfingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram