fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Heimir leiðréttir misskilning um fjölgun aldraðra – „Þú þarft að fjölga þér til að sjá um okkur gamla fólkið“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. ágúst 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Karlsson þáttastjórnandi Bítisins á Bylgjunni var í essinu sínu í þættinum í morgun. Heimir og meðstjórnandi hans, Lilja Katrín Gunnarsdóttur fóru um víðan völl eins og vaninn er í þættinum. Julian Hafstein sér um að stjórna útsendingu í fjarveru Völu Eiríksdóttur og tók hann þátt í umræðunni.

Undir lok þáttarins barst talið að ferðum út í geiminn og hversu löng ferðin til Mars væri og greinilegt að mikill galsi var kominn í þremenningana. Spurði Lilja Katrín hvert jarðarbúar myndu flytja þegar við höfum rústað jörðinni og svaraði Heimir að Mars yrði nýju heimkynnin.

„Ég held það sé allt í lagi að fara að líta í kringum sig því það er að verða uppselt á jörðinni.“

„Það er mjög góður punktur, en er það? Þurfum við ekki að fjölga okkur meira samt,“ spurði Julian. „Ég er búinn að lesa fréttir um að við þurfum að fjölga okkur meira til að viðhalda, það var eitthvað, ég man þetta ekki, ég er svo lesblindur.“

„Veistu ekki hvernig á að gera þetta, veistu ekki hvernig á að fjölga sér?“ spyr Heimir. „Það hljómaði svoleiðis, við getum kennt þér þetta við Lilja.“

„Ómögulega takk, ég á nóg með mig,“ segir Lilja.

„Mannkynið Heimir! Þetta var til að uppfylla einhvern staðal,“ segir Julian. „Já ertu að meina það, nýfæddum fækkar í sumum löndum,“ segir Heimir.

„Ég man bara fyrirsögnina að við þurfum að fjölga okkur,“ segir Julian sem segist lítið nenna að lesa fréttir ef engar myndir eru. Heimir segir að málið snúist um að öldruðum fjölgi svo mikið: „Julian, aldraðir eru ekki að fjölga sér, þeim er bara að fjölga, þannig að þú þarft að fjölga þér til að sjá um okkur gamla fólkið. En ef þú kannt það ekki er sjálfsagt að kenna þér það, viltu með eða án myndasýningu?“

„Nei nei ég er góður,“ segir Julian. „Maður verður bara að ræða hlutina.“

„Það fæðist enginn með alla vitneskju,“ segir Heimir. „Nema Heimir,“ botnar Lilja.

Hlusta þá á þáttinn í heild sinni hér, ofangreind umræða hefst á 2.57.12.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt