fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Fullt af spurningum og lítið um svör eftir að vinsæll hlaðvarpsþáttur hvarf – Allt sem við vitum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 22. ágúst 2023 11:30

Drake og Bobbi Althoff.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málið sem virðist vera á allra vörum í heimi samfélagsmiðla og hlaðvarpsþátta er dularfullt hvarf viðtalsins sem Bobbi Althoff tók við tónlistarmanninn Drake.

Bobbi er skærasta nýja samfélagsmiðlastjarna veraldarinnar og hún stofnaði hlaðvarpið „The Really Good Podcast“ í apríl. Fyrstu þættirnir vöktu mikla athygli en það mætti segja að umrætt viðtal við Drake hafi skotið henni upp á stjörnuhimininn.

Þátturinn og brot úr þættinum fengu milljónir áhorfa en Bobbi er þekkt fyrir þurran og kaldhæðnislegan húmor og fyrir að skapa pínlegar aðstæður. Aðdáendum þótti viðtalið sýna Drake í öðru ljósi en vanalega og sló það því í gegn. Það kom því netverjum verulega á óvart þegar Bobbi skyndilega eyddi þættinum af YouTube og Spotify. Hún eyddi líka öllum brotum úr þættinum af samfélagsmiðlum. Þar að auki hætti hún að fylgja Drake á Instagram og rapparinn svaraði í sömu mynt.

Fólk virðist vera flest allt sammála um að það bendir til þess að eitthvað hafi skeð þeirra á milli, rifrildi eða einhvers konar ósætti. Hins vegar tjáðu þau hvorugt sig um málið og fór því slúðurmyllan á fullt.

Neitar framhjáhaldi

Þrálátur orðrómur fór á kreik um að Drake og Bobbi hafi sofið saman, en samfélagsmiðlastjarnan er gift tveggja barna móðir.

Það var til þess að Bobbi rauf þögnina og vísaði því alfarið á bug en það er í fyrsta og eina skiptið sem hún hefur tjáð sig um málið.

„Ég vildi ekki taka þetta viðtal til að byrja með og nú er svo mikil neikvæðni að koma vegna þáttarins. Ég ætla ekki að tjá mig frekar um þetta en hér má sjá samtal mitt og Dave,“ sagði hún og birti skjáskot af samtali hennar við hlaðvarpsstjórnandann Dave Portnoy, sem sendi henni skilaboð og spurði hvort hún hafði sofið hjá Drake.

„Kærastan mín segir að þú hafir sofið hjá Drake og sért að skilja. Ég held að það sé ekki satt,“ sagði hann.

„Ég er ekki að tjá mig um þetta opinberlega en þú hefur rétt fyrir þér, það er ekki satt,“ svaraði hún.

Ástæðan fyrir því að Bobbi birti skjáskotið  var því Dave greindi frá því í hlaðvarpsþætti sínum, BFFs podcast, að Bobbi hafi svarað honum og að hún vildi ekki tjá sig opinberlega, en það kom út eins og hún hafi játað framhjáhald. Sem hún gerði ekki eins og má sjá á skjáskotinu.

Skjáskot/Instagram

Eins og staðan er í dag þá vita aðdáendur ekki hvað gerðist í raun og veru milli Bobbi og Drake og af hverju hún eyddi þættinum út af YouTube og Spotify. Hún gaf út nýjan þátt í vikunni þar sem hún tók viðtal við rapparann Tyga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?