fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fókus

Spurningahluti Ungfrú Ísland vekur hörð viðbrögð: „Með fullri virðingu fyrir þessum stelpum – hvað er þetta eiginlega?!“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 18. ágúst 2023 12:29

Skjáskot/Vísir.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn síðastliðinn var fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland haldin í Gamla bíó. Lilja Sif Pétursdóttir var krýnd Ungfrú Ísland 2023 og mun fara fyrir hönd Íslands að keppa í Miss Universe í nóvember.

Keppnin skiptist í nokkra hluta. Dömurnar gengu á sviði í sundfötum og seinna síðkjólum en erfiðasti hlutinn var sá síðasti. Þegar fimm efstu keppendurnir áttu að svara spurningu á sviði. Spurningarnar voru afar krefjandi og  sneru meðal annars að lögleiðingu neysluskammta af vímuefnum og hvernig ætti að sporna gegn kynferðisofbeldi. En það sem hefur þó vakið mesta furðu er að spurningarnar voru á ensku og var ætlast til þess að keppendur svöruðu einnig á ensku.

Þessi liður keppninnar, sem var í beinni útsendingu á Vísi, hefur sætt gagnrýni á samfélagsmiðlum og sneri stór hluti gagnrýninnar að því að spurningarnar og svörin hafi ekki verið á íslensku.

Undanfarið hefur verið mikil umræða um að íslenskan sé á undanhaldi. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens skrifaði grein í Morgunblaðinu í gær þar sem hann lýsti þjóðfélagsbreytingum sem smám saman munu úthýsa móðurmálinu,

„Vilj­um við tala ís­lensku? Vilj­um við lesa ís­lensku? Vilj­um við syngja ís­lensku lög­in okk­ar með öll­um orðunum sem við skilj­um með hjart­anu og sál­inni? Ef svarið er já þá get­um við ekki leng­ur setið hjá, við verðum að rísa upp. Sú stund er runn­in upp að við verðum að berj­ast fyr­ir móður­mál­inu. Þetta er eng­in drama­tík, þetta er staðreynd,“ sagði hann.

„Hvar er íslenskan?“

Eins og fyrr segir vakti þessi hluti keppninnar athygli. Það var rætt um hann í Bítinu í Bylgjunni í morgun og skrifaði fjölmiðlakonan Björk Eiðsdóttir færslu um málið á Facebook.

„Bakslög eru mörg í umræðunni þessa dagana og kemur orðið sterkt upp í huga mér þegar ég horfi á klippur frá þessari keppni. Með fullri virðingu fyrir þessum stelpum – hvað er þetta eiginlega?!“ sagði hún.

Fjöldi netverja tóku undir með Björk.

„Af hverju eru spurningarnar á ensku? Og af hverju eru þær ávarpaðar sem „Miss Reykjavík“ og ekki Ungfrú Reykjavík? Svo ekki sé minnst á Miss Capital Region eða Midnight Sun. Er þetta ekki Ungfrú Ísland? Hvar er íslenskan? Þetta er endalaus lágkúra á svo mörgum sviðum,“ segir einn netverji.

„Elsku stelpurnar. Af hverju láta þær ganga í gegnum þetta?! Skil alveg að það sé kitlandi fyrir egóið að taka þátt í fegurðarsamkeppni (fer ekki út í umræðuna um þær keppnir per se því þá myndi ég aldrei stoppa). En að koma með spurningu um neysluskammta sem er sjúklega flókið mál og ekki fræðilegt að svara í hálfri setningu er bara grimmt. En bara thank you for the question,“ segir annar.

„Alveg glatað hvernig þetta er sett upp, finnst að þær ættu að vera ávarpaðar með nafninu sínu og hafa þetta á íslensku,“ segir ein.

Fyrsta árið sem Ungfrú Ísland

Þetta var í áttunda skipti sem keppnin var haldin hér á landi en þetta er fyrsta árið sem keppnin fer undir borðanum Ungfrú Ísland. Árin áður hefur keppnin kallast Miss Universe Iceland og verið í sama sniði og Miss Universe. Hugsanlega er það ástæðan fyrir því að spurningarnar séu á ensku en að auki eru dómarnir eru allir af erlendu bergi brotnir og þá er eins spurningahluti í stóru keppninni úti.

Í viðtali við DV á þriðjudaginn sagði Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri keppninnar, að hún hafi snemma tekið þá ákvörðun um að hafa aldrei íslenska dómara.

„Mér finnst það svo mikilvægt í svona litlu samfélagi að það sé enginn Íslendingur í dómnefnd,“ sagði hún.

Þú getur horft á spurningahluta keppninnar hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einstaklega sjarmerandi hús í miðborginni

Einstaklega sjarmerandi hús í miðborginni
Fókus
Í gær

Vilja að Bianca verði handtekin á Spáni: „Maður heyrði fólk segja: Eru þetta alvöru geirvörturnar hennar?“

Vilja að Bianca verði handtekin á Spáni: „Maður heyrði fólk segja: Eru þetta alvöru geirvörturnar hennar?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Situr enn í henni hvað hún fann í ruslinu eftir að Weinstein nauðgaði henni

Situr enn í henni hvað hún fann í ruslinu eftir að Weinstein nauðgaði henni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á rauða dreglinum: Varalesari varpar ljósi á hvað Denzel Washington sagði

Sauð upp úr á rauða dreglinum: Varalesari varpar ljósi á hvað Denzel Washington sagði