fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fókus

Þetta langar Bubba ekki til að gera á elliheimilinu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. júlí 2023 17:30

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn og ljóðskáldið þjóðkunna Bubbi Morthens skrifaði í gær færslu á Facebook-síðu sína. Í færslunni lýsir hann, eins og svo mörg hafa gert undanfarið, yfir miklum áhyggjum af stöðu og framtíð eins dýrmætasta djásns Íslendinga; íslenskrar tungu. Bubbi skrifar:

„Að tala íslensku, að panta mat á íslensku, að fara inn á elliheimili og tala íslensku er of til mikils ætlast. Íslenskan er að hverfa á matsölustöðum. Hún er að hverfa á elliheimilum þar sem heimilisfólk skilur ekki fólkið sem er að annast það. Hún er að hverfa úr sjúkrahúsum þar sem sama er upp á teningnum. Hún er nánast ekki sjáanleg á auglýsingaskiltum í borginni þar sem enskan ræðum ríkjum.

Móðurmálið mitt dugar mér ekki lengur í móðurlandinu ef ég vil fara út að borða og mig langar ekki að tala ensku á elliheimilinu þegar að því kemur. Ég er ekki að bölva fólkinu sem vinnur sín störf. Þökk sé þeim en ef íslenskan er ekki gjaldgeng á Íslandi þá hefur eitthvað hræðilegt gerst, eitthvað sem má kalla hamfarir. Annars er ég góður.“

Þegar þessi orð eru rituð þá hafa um 400 manns annaðhvort líkað við færsluna eða tekið undir hana með því að smella á tjáknið sem táknar sorg. Mörg sem hafa ritað ummæli við færsluna taka undir með Bubba en önnur benda á að illa hafi gengið að manna störf sem Bubbi nefnir sérstaklega, þ.e.a.s. umönnunarstörf, með fólki sem hefur íslensku að móðurmáli. Bent er á að stórefla þurfi íslenskukennslu og í svörum við slíkum athugasemdum tekur Bubbi undir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“