fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Fjölskylda Hrannar heldur merki hennar á lofti – Lagði mikla vinnu, ást og kærleika í BeFit Iceland

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 16. júlí 2023 18:00

Hrönn í eigin hönnun árið 2020 Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrönn Sigurðardóttir, atvinnumaður í Ólympíufitness og eigandi BeFit Iceland, lést 29. júní eftir erfiða baráttu við krabbamein, einungis 44 ára að aldri.

Hrönn stofnaði fatamerkið BeFit Iceland sem boðið hefur upp á æfingafatnað fyrir konur í öllum stærðum, auk fatnaðar fyrir karlmenn og krakka, og hafa margir velt fyrir sér hvað yrði um fyrirtækið og vörumerkið eftir andlát Hrannar. 

Eftirlifandi eiginmaður hennar, Sæmundur Bæringsson, sagði í færslu á Facebook 6. júlí: „Hvað verður um BeFit Iceland sem ég skil að fólk spyrji um. En ég get fullvissað alla um að BeFit Iceland er ekki að fara neitt. Ég mun taka alfarið við keflinu og fá hjálp frá góðu fólki og sjá til þess að þetta góða fyrirtæki muni verða öflugra en nokkurn tímann. Það er nákvæmlega það sem að Hrönn myndi vilja og það mun ég gera. Kær kveðja Sæmi!“

Á fimmtudag var síðan tilkynning á Facebook-síðu BeFit Iceland um að fyrirtækið myndi halda áfram, af því það er það sem Hrönn hefði viljað. 

„Við vinkonur Hrannar ætlum að halda samfélagsmiðlum BeFit Iceland gangandi og sýna ykkur frá fallegum vörum sem skarta verslanirnar. Frábæra og yndislega starfsfólkið mun taka vel á móti ykkur eins og vanalega.“ 

Er þess jafnframt óskað að fólk muni að sýna aðgát í nærveru sálar þegar kemur að spurningum á samfélagsmiðlum BeFit Iceland, missir Hrannar sé stór missir fyrir marga.

„Heiðrum minningu Hrannar með að halda þessu frábæra merki gangandi og styðjum við íslenska framleiðslu og fjölskylduna hennar með því að halda áfram að versla þessar geggjuðu vörur sem hún lagði mikla vinnu í, ást og kærleika.“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því