Fjörutíu ár eru liðin frá frumsýningu kvikmyndarinnar Grease, sem byggð var á samnefndnum söngleik, en hún var frumsýnd 16. júní 1978. Myndin sló í gegn um allan heim og á sér enn í dag fjölmarga aðdáendur sem horfa á myndina aftur og aftur.
Myndin fjallaði um nemendur Rydell menntaskólans, með Sandy Olsson (Olivia Newton-John) og Danny Zuko (John Travolta), sem aðal persónur. Klíkur skólans voru Pink Ladies og T-Birds, og voru fyrirliðar þeirra Betty Rizzo (Stockard Channing) og Kenickie (Jeff Conaway).
Meðal leikara var Susan Buckner, sem var í eftirminnilegu aukahlutverki, sem hin ofurviljuga klappstýra Patty Simcox. Buckner varð sjötug í lok janúar og líklega myndu fæstir aðdáendur myndarinnar þekkja hana á förnum vegi, enda dró sig sig úr leiklistinni árið 1981, þremur árum eftir frumsýningu Grease, en hún lék aðeins í þremur kvikmyndum og örfáum sjónvarpsþáttum á ferli sínum.
Buckner mætti í fögnuð ásamt leikurum myndarinnar árið 2018 til að fagna 40 ára afmæli myndarinnar. Samkvæmt tímaritinu People árið 1998 flutti hún til Miami með þáverandi eiginmanni sínum eftir leikferil sinn og hefur síðan leikstýrt barnaleikhúsuppfærslum, þar á meðal uppsetningu á Grease.