Hefur þú einhvern tíma velt því fyrir þér síðustu orðum nunna? Kvenna sem hafa ævilangt þagað að mestu yfir tilfinningum sínum og hugsunum?
Eftirfarandi játningar um allt frá ást og missi til myrkra leyndardóma fortíðar þeirra.
Systir Marie Inconnu — höfuðlausa nunnan
Einn af óhugalegustu dauðdögunum var lát rá systur Marie Inconnu, sem einnig er þekkt sem höfuðlausa nunnan. Reyndar hljómar saga hennar eins og handrit a hryllingsmynd.
Sagan segir að sá orðrómur hafi komist á kreik að systir Marie ætti stórfé, sem hún hefði falið. Hefðu tveir sjómenn, sem voru í fríi í landi, heyrt orðróminn, farið að heimili hennar og krafist þess að hún afhenti þeim fjársjóð sinn. Systir Marie harðneitaði að verða við beiðni hennar, en hvort hún sat á slíkum auðæfum veit enginn. Sjómennirnir urðu svo reiðir að annar þeirra dró upp sverð og hjó höfuðið af nunnunni. Hvað þeir sína gerðu við höfuðið er leyndardómur en þeir tóku það með sér að morðinu loknu.
Margir fullyrða að draugur systur Marie vafri um íbúðina í leit að höfði sínu. Aðrir sverja fyrir að hafa sé draug hennar í kirkjunni, þar sem hún eyddi mestum tíma, og biðji hún við altarið um að drottinn hjálpi henni við að finna hið týnda höfuð.
Systir Luc Gabrielle — belgísk nunna
Systir Luc Gabrielle var belgísk nunna sem hlaut þó nokkra frægð fyrir sína einstök söngrödd. Hún fannst látin í íbúð sinni árið 1985, íbúð sem hún hafði deilt með vinkonu sinni, Annie Berchet.
Aldrei var hægt að skera úr um dánarorsök Luc en þó er vitað að þær stöllur glímdu við fjárhagslegan vanda.
Síðasta setning systur Luc Gabrielle var að hana hlakkaði til að hitta drottinn því það væri enginn mannleg vera sem gæti bjargað þeim stöllum frá örbirgð, aðeins hinn heilagi faðir.
Systir Maria Gomez — spænsk nunna
Systir Maria Gomez Valbuena var áttræð þegar hún játaði á banabeði að hafa stolið nýfæddu barni af sjúkrahúsi í Madrid árið 1982.
Játningin var mikið högg fyrir kaþólsku kirkjunni og reyndar heiminn allan. Hvernig gat slíkt hafa gerst?
Sagðist systir Maria hafa gefið barnið til barnlausra hjóna sem hún þekkti til í sama kirkjusöfnuði og hún tilheyrði og hefðu þau alið telpuna upp sem eigið barn.
Játningin varð til þess að hafin var rannsókn á barnsránum á vegum kirkjunnar en þau reyndust, við nánari athugun, vera mun fleiri en bara rán systur Mariu.
Í ljós kom að nýfæddum börnum hafði verið stolið af fjölda kvenna á fæðingardeildum í Madrid og skók hneykslið kaþólsku kirkjuna á Spáni.
Systir Maria Monk – kanadísk nunna
Síðustu orð Maríu Monk voru einnig býsna hræðileg. Sagði hún að sér hefði verið rænt af meðlimum kirkjunnar og henni nauðgað bæði af prestum og öðrum valdamiklum aðilum innan kirkjunnar.
Hún sagðist einnig ekki hafa verið ein um að lenda í slíkri þolraun. Mun fleiri nunnur í klaustrinu sem hún tilheyrði hefðu þurft að þola slíkt hið sama. Sumar hefðu orðið ófrískar í kjölfarið en börnin tekin af þeim nýfædd, og þau myrt.
Saga systir Mariu vakti gríðarlega athygli, bæði meðal kaþólsku kirkjunnar og almennings og fjölmiðla. Hvernig gat eitthvað sem þetta gerst?
En það voru ekki sem trúðu sögu systur Mariu og sögðu sumir hana ljúga sögunni. En ljót er hún, hvort sem hún e sönn eða login.
Systir Josefa Menendez – spænsk nunna
Systir Josefa Menendez var spænsk nunna sem var uppi á árunum 1890 til 1923. Hún sagðist hafa séð Jesú býsna oft á meðan hún var nunna og hennar hinsta setning er sérstaklega áleitin.
Þar talaði hún um ótta sinn við harðan dóm Guðs þar sem hún væri ekki verðug annars. Jesús hafði nefnilega sagt henni að hún yrði að þjást í eftirlífinu til að friðþægja fyrir syndir sínar.
Hún upplýsti líka að hún bæri ást til samsystra sinna en hefði alltaf glímt við afbrýðisemi, stolt og tilfinningar sem væru guði ekki þóknanlegar. Það er ekki býsna flókið að lesa í hvað systir Josefa meini með því.
Systir Godfrida — belgísk nunna
Enn önnur skelfileg játning á dánarbeði kom frá systur Godridu, sem í raun hét Cecile Bombeek. Hún hafði kennt við kaþólskan heimavistarskóla í Rúanda frá árinu 1960 og viðurkenndid að hafa myrt þrjá nemendur. Margir telja þó að tala né nær þrjátíu.
Systir Godfrida var þekkt fyrir grimmd sína gagnvart nemendum og samkennurum. Hún mun hafa verið leiðandi í morðum á nemendum af Tutsi kynþættinum á þeim 100 dögum sem þjóðarmorðið á Tutsi fólk stóð yfir.
Játaði hún að hafa myrt þremenningana með sveðju og var enn eitt hneykslið sem kaþólska kirkjan mátti svo sannarlega ekki við. Játningin vakti margar spurningar um aðkomu kirkjunnar, og stofnana á hennar vegum, í þjóðarmorðunum í Rúanda.
Systir Lucia frá Fatima – portúgölsk nunna
Lucia frá Fatima varð heimsþekkt eftir að lýst því yfir að María mey hefði vitnast henni, ásamt tveimur frænkum hennar, þegar hún var aðeins 10 ára gömul árið 1917. Hefði María mey meðal annars spáð fyrir um seinni heimsstyrjöldina auk alls kyns hryllings sem biði mannkyns. Hefð María birst þeim frænku 13. hvers mánaðar í sex mánuði.
Lucia hafði verið heittrúuð frá barnæsku og var afar hæfileikarík. Hún samdi lög og texta og söng eins og engill. Hún hafði einnig lag á að segja skemmtilega frá, hvort sem um var að ræða staðreyndir eða eigin sögur.
Lucia átti eftir að verða nunna en þegar hún var komin á efri ár sagði hún kirkjuna hafa breytt frásögn hennar að stórum hluta. Það varð til þess að margir fóru að efast um réttmæti sýnanna.
Lucia neitaði aftur á móti að gefa meira upp um sannleiksgildið, og hafi hún haft eitthvað að fela, tók hún það með sér í gröfina árið 2005.