fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

„Hjóla-Karen“ enn hætt komin á Hverfisgötu – „Þegar leigubílstjórar koma hlaupandi á eftir mér til að berja mig“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 6. júlí 2023 20:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bragi Gunn­laugs­son, eða „Hjóla-Kar­en“ eins og hann hef­ur verið kallaður, er duglegur að birta myndbönd á Twitter með mynd­skeiðum af Hverf­is­göt­u í Reykjavík, en götuna hjólar Bragi daglega á leið til og frá vinnu.

Iðulega gerist það að bílstjórar svína fyrir Braga eða bifreiðum er lagt uppi á hjólastígnum, sem er með öllu óheimilt samkvæmt umferðarlögum. Í myndbandi sem Bragi birti í dag má sjá dæmi um bæði tilvik.

Fyrst má sjá bíl ekið niður einstefnugötuna Frakkastíg og beygt til hægri inn Hverfisgötu. Þar stoppar bílstjóinn í miðri beygju og má heyra Braga kalla „Hvað ertu að gera“ þar sem bílstjórinn hafi stoppað í beygjunni, segir Bragi að líklega hafi konunni brugðið að sjá hann hana aðvífandi.

Um 50 metrum lengra má svo sjá stórum leigubíl lagt upp á hjólastíg, þrátt fyrir að fjölmörg bílastæði séu laus á stæðinu beint fyrir ofan, auk þess sem þar er hægt að stöðva bíl tímabundið til að hleypa farþegum inn og út. Bankar Bragi í bílinn um leið og hann hjólar framhjá. Að hans sögn segir hann leigubílstjórann hafa komið hlaupandi á eftir honum og má heyra Braga segja: „Þetta er ekki bílastæði sko.“

Um atvikið segir Bragi: „Mér finnst svona létt bank bara vera svo náið og vinalegt. Þó að þessi ágæti maður hafi látið eins og ég hafi kastað múrsteini í gegnum gluggann hjá honum.“

Mbl.is tók Braga tali um miðjan desember í fyrra. Þar segist hann hafa hjólað lítið áður en hann flutti til Kaupmannahafnar í þrjú ár. Þar tók hann upp hjólalífsstílinn og hefur síðan hjólað hér heima.

Aðspurður um af hverju hann er með myndavél á sér svarar Bragi að fyrir nokkrum árum hafi hann lent í slysi þegar bíl­h­urð var opnuð á hann á fleygi­ferð á Hverf­is­göt­unni. Hjólið skemmd­ist og úr varð tölu­vert tjón.

„Þá þurfti ég að sanna það gagn­vart trygg­ing­ar­fé­lag­inu að það hefði verið opnað á mig. Ég spyr: „Hvernig á ég að sanna það?“ og fæ svarið: „Tja, þú get­ur verið með mynda­vél“. Þannig ég hugsa bara: „Fínt, ég fæ mér þá bara mynda­vél.“

Segist hann aldrei hafa orðið fyrir bíl á Hverfisgötunni, sem er í raun ótrúlegt miðað við mörg myndbönd hans á Twitter, og má ljóst vera að þar er varkárni Braga að þakka, frekar en bílstjórum sem svína fyrir hann og/eða leggja á hjólastíg og gangstétt.

Segir Bragi að tuð hans á Twitter snúi að því að sýna fram á hversu lítið þarf að bregða út af til að slys verði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum