fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Nýjar vendingar í stjörnuskilnaðinum – Telja hana vera komna með mun yngri kærustu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 09:59

Nú spyrja aðdáendur sig, eru Wade og Richards meira en bara vinkonur?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi bárust tíðindi um yfirvofandi skilnað raunveruleikastjörnunnar Kyle Richards og fasteignasalans Mauricio Umansky.

Samkvæmt heimildum People er liðinn dágóður tími síðan hjónin skildu að borði og sæng en þau búa enn undir sama þaki á meðan þau ákveða framhaldið. Þau hafa verið gift í 27 ár og eiga saman fjórar dætur.

Richards er ein af húsfreyjunum í The Real Housewives of Beverly Hills.

Sjá einnig: Hollywood nötrar vegna nýjustu tíðinda – Skilin eftir 27 ára hjónaband

Það er óhætt að segja að skilnaðartíðindin hafi vakið athygli og er slúðurmyllan komin á fullt. Nú setja aðdáendur spurningarmerki við samband Richards og kántrísöngkonunnar Morgan Wade.

Þær æfa saman.

Netverjar hafa sett fram kenningu um að Wade hafi spilað afgerandi hlutverk í hjónaslitunum.

Nokkrum vikum áður en fregnir af skilnaðinum rötuðu í fjölmiðla birti Richards myndir á Instagram og skrifaði með: „Lífið undanfarið.“

Þær hafa eytt miklum tíma saman upp á síðkastið.

Wade var á tveimur myndum en Umansky sást hvergi. Hann hefur ekki sést á samfélagsmiðlum Richards í nokkra mánuði, sem gengur heim og saman við heimildir People; að það hefur liðið „einhver tími“ síðan þau skildu að borði og sæng.

Wade er þó nokkuð yngri en Richards. Raunveruleikastjarnan er 54 ára og kántrísöngkonan er 28 ára.

Mynd/Getty

Aðdáendur hafa reynt að leita svara á Instagram-síðu Richards og telja hana vera að gefa þeim vísbendingar um að hún sé komin í nýtt samband með Wade.

„Ætli þú sért ekki hætt að fela sambandið,“ sagði einn netverji.

„Hún er að segja okkur, án þess að segja okkur þetta beint,“ sagði annar.

Konurnar hittust fyrst í febrúar 2022 og hafa síðan þá orðið mjög nánar. Richards fór með Wade á Americana-tónlistarverðlaunahátíðina í september í fyrra. Síðan þá hafa þær ferðast mikið saman, þær hafa meðal annars farið saman til Mexíkó með vinum og til Atlanta í Bandaríkjunum til að hitta fjölskyldu Wade.

Einn glöggur netverji tók eftir því að þær hafa verið með svipaða hringi á fingrum undanfarnar vikur og að þær séu einnig með alveg eins hjartatattú.

Hjartatattú Wade má sjá á vinstri hendi, fyrir ofan broskallinn.

Þetta eru ekki einu vísbendingarnar um að stjörnurnar séu að stinga saman nefjum. Wade fékk sér nýlega stafinn „K“ tattúveraðan á handlegginn.

En enginn veit fyrir vissu hvort þær séu saman eða ekki fyrr en þær tjá sig sjálfar um málið.

Uppfært

Richards gaf út yfirlýsingu á Instagram í morgun og sagði að hvorki hún né Umansky hafi verið ótrú hvort öðru.

Skjáskot/Instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram