Hálandaleikarnir fóru fram á Írskum dögum á Akranesi um nýliðna helgi. Keppt var í hefðbundnum hálandaleikagreinum í karla- og kvennaflokki, lóðkasti, sleggjukasti, steinkasti, 25 kg lóðkasti yfir rá og staurakasti. Fjöldi fólks fylgdist með keppninni og hvöttu keppendur áfram.
Ragnheiður Ósk Jónasdóttir sigraði í kvennaflokki, Erika Mjöll Jónsdóttir varð önnur og Veiga Dís Hansdóttir náði þriðja sæti.
Í karlaflokki sigraði Svavar Sigursteinsson, annar varð Pálmi Guðfinnsson og þriðji Theodór Már Guðmundsson.
Hér að neðan er myndband frá keppninni: