fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Hollywood nötrar vegna nýjustu tíðinda – Skilin eftir 27 ára hjónaband

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 08:52

Kyle Richards og Mauricio Umansky. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það mætti segja að Hollywood nötri vegna nýjustu tíðinda.

Raunveruleikastjörnuhjónin Kyle Richards og Mauricio Umansky eru að skilja eftir 27 ára hjónaband.

Richards er ein af húsfreyjunum í geysivinsælu raunveruleikaþáttunum The Real Housewives of Beverly Hills.

Hún hefur verið í þáttunum frá fyrsta þætti, sem kom út í október 2010, og varð eiginmaður hennar, Umansky, snemma uppáhald áhorfenda.

„Kyle og Mauricio hafa verið skilin að borði og sæng í einhvern tíma núna en búa ennþá undir sama þaki,“ sagði heimildarmaður People.

„Það er friðsamlegt á milli þeirra á meðan þau ákveða næstu skref.“

Richards, 54 ára, og Umansky, 53 ára kynntust árið 1994 og giftust tveimur árum seinna.

Þegar þau kynntust átti Richards dótturina Farrah, 34 ára, úr fyrra hjónabandi.

Þau eignuðust síðan Alexiu, 27 ára, Sophiu, 23 ára, og Portia, 15 ára.

Skilnaðartíðindin hafa vakið mikla athygli og keppast nú netverjar um að koma með kenningar um ástæður hjónaslitanna. Hvorugt þeirra hefur tjáð sig nánar um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram